Shaqiri og Xhaka í tveggja leikja bann?

Xherdan Shaqiri fagnar sigrinum á Serbum.
Xherdan Shaqiri fagnar sigrinum á Serbum. AFP

Svissnesku knattspyrnumennirnir Xherdan Shaqiri og Granit Xhaka gætu átt yfir höfði sér tveggja leikja bann á HM í Rússlandi en FIFA hefur tekið til rannsóknar hátterni þeirra í sigurleiknum gegn Serbíu í Kaliningrad í fyrrakvöld.

Þeir Shaqiri og Xhaka eru báðir Kósóvó-Albanar að upplagi, sem og þriðji leikmaður svissneska liðsins, Valon Behrami. Þeir Shaqiri og Xhaka skoruðu sitt markið hvor í leiknum sem endaði 2:1 og fögnuðu þeim með því að sýna albanska táknið tvíhöfða örn með höndunum.

Grunnt er á því góða á milli Albana og Serba og þá sérstaklega út af Kósóvó sem Serbar neita að viðurkenna sem sjálfstætt ríki og telja tilheyra Serbíu.

Shaqiri og Xhaka neituðu báðir að þeir hefðu ætlað að senda pólitísk skilaboð, þarna hefði aðeins verið um miklar tilfinningar að ræða. Þess má geta að Shaqiri var með albanska þjóðfánann á öðrum skó sínum og svissneska fánann á hinum í leiknum.

Serbneska knattspyrnusambandið lagði inn formlega kvörtun til FIFA í gær. Þá hafa ummæli serbneska landsliðsþjálfarans Mladen Krstajic sem hann lét falla eftir leikinn, bæði í viðtölum og á Instagram, verið tekin til skoðunar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka