Án sigurs í síðustu sex leikjum

Byrjunarlið Íslands í leiknum gegn Argentínu.
Byrjunarlið Íslands í leiknum gegn Argentínu. AFP

Íslenska landsliðið í knattspyrnu er án sigurs í síðustu sex leikjum sínum en við skulum vona að breyting verði á því í kvöld þegar það mætir Króötum í lokaumferð riðlakeppninnar á HM á Rostov Arena í kvöld.

Íslendingar hrósuðu síðast sigri í vináttuleik gegn Indónesíu 4:1 í janúar á þessu ári en enginn sigur hefur litið dagsins ljós síðan þá.

Úrslitin í síðustu sex leikjum Íslendinga:

Mexíkó - Ísland 3:0 (vináttuleikur)

Perú - Ísland 3:1 (vináttuleikur)

Ísland - Noregur 2:3 (vináttuleikur)

Ísland - Gana 2:2 (vináttuleikur)

Ísland - Argentía 1:1 (HM)

Ísland - Nígería 0:2 (HM)

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert