Segir Neymar haga sér eins og trúður

00:00
00:00

Juan Car­los Osorio, þjálf­ari mexí­kóska landsliðins í fót­bolta, er bú­inn að fá sig fullsadd­an af Bras­il­íu­mann­in­um Neym­ar. Neym­ar skoraði eitt og lagði upp annað mark í 2:0-sigri Bras­il­íu á Mexí­kó í 16-liða úr­slit­um á HM í dag. 

Neym­ar hef­ur hins veg­ar verið gagn­rýnd­ur á mót­inu fyr­ir að fara auðveld­lega niður og vera með leik­ara­skap og Osorio er ósátt­ur við það. 

„Þetta er leiðin­legt fyr­ir fót­bolt­ann. Leik­irn­ir eru harðir og það er leiðin­legt að hann sé eins og trúður," sagði Osorio. Migu­el Layun steig á Neym­ar utan vall­ar eft­ir bar­áttu þeirra um bolt­ann í síðari hálfleik og gerði Bras­il­íumaður­inn ansi mikið úr at­vik­inu.

„Þetta er leiðin­legt því það eru marg­ir að horfa og sér­stak­lega fyr­ir krakk­ana sem eru að fylgj­ast með. Leik­menn eiga ekki að vera með leik­ara­skap og þetta hafði áhrif á okk­ar leik,“ bætti Osorio við.  

Neym­ar skaut sjálf­ur á Mexí­kó­ana eft­ir leik. „Það var stigið á mig og það má ekki. Þeir töluðu mikið um mig eft­ir leik en nú eru þeir á leiðinni heim,“ sagði Neym­ar. 

Neymar er mikið í grasinu.
Neym­ar er mikið í gras­inu. AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Staða og úrslit

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Staða og úrslit

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert