Sigur Sádi-Arabíu á Argentínu á HM karla í fótbolta í Katar í dag eru óvæntustu úrslit í sögu lokamóts HM, samkvæmt útreikningum tölfræðifyrirtækisins Gracenote.
Samkvæmt reikningum fyrirtækisins voru möguleikar Sáda á sigri 8,7 prósent. Bættu Sádar þar með 72 ára met Bandaríkjanna, sem unnu England á HM 1950, 1:0. Voru möguleikar Bandaríkjanna á sigri 9,5 prósent.
Í þriðja sæti yfir óvæntustu úrslit í sögu heimsmeistaramótsins var 1:0-sigur Sviss á Spáni árið 2010, en Spánn varð heimsmeistari þrátt fyrir tapið. Ekki er því öll nótt úti enn fyrir Argentínu.