Danska landsliðið hefur valdið hve mestum vonbrigðum á HM í Katar í fótbolta til þessa, en liðið fékk aðeins eitt stig í D-riðli. Miklar væntingar voru í Danmörku fyrir mótið og var frammistaðan því mikil vonbrigði þar í landi.
Danski miðillinn BT segir að niðurstaðan séu mestu vonbrigði í sögu danska landsliðsins. Blaðamaður miðilsins gefur landsliðsþjálfaranum Kasper Hjulmand 0 í einkunn fyrir sín störf á mótinu.
Ekstra Bladet tekur í svipaðan streng og segir frammistöðu danska liðsins vandræðalega og niðurlægjandi. Segir blaðamaður miðilsins að enginn í liði Túnis né Ástralíu komist í danska liðið, en þrátt fyrir það var danska liðið yfirspilað af liðum beggja landanna.