Argentína heimsmeistari í þriðja sinn

Lionel Messi hampar heimsmeistarastyttunni eftirsóttu.
Lionel Messi hampar heimsmeistarastyttunni eftirsóttu. AFP/Franck Fife

Argentína var heimsmeistari í fótbolta í þriðja sinn í dag með því að sigra Frakkland eftir jafntefli, 3:3, í framlengdum og frábærum úrslitaleik í Lusail í Katar þar sem úrslitin réðust í vítaspyrnukeppni.

Á 21. mínútu fékk Argentína vítaspyrnu. Dembele braut á Angel Di Maria og Marciniak dómari var viss í sinni sök. Lionel Messi skoraði úr spyrnunni, sendi Lloris í rangt horn og renndi boltanum í netið, 1:0. 

Á 36. mínútu skoraði Di Maria frábært mark eftir stórkostlega skyndisókn. 2:0.

Á 80. mínútu minnkaði Frakkland muninn þegar Kylian Mbappé skoraði úr vítaspyrnu, 2:1. Einni mínútu síðar jafnaði Mbappé metin fyrir Frakkland, 2:2. Grípa þurfti til framlengingar.

Á 109. mínútu skoraði Lionel Messi af stuttu færi og kom Argentínu aftur yfir, 3:2. Frakkar fengu aðra vítaspyrnu á 118. mínútu sem Mbappé skoraði af öryggi úr og jafnaði aftur fyrir Frakkland, 3:3.

Vítaspyrnukeppni:

Kylian Mbappé skoraði fyrir Frakkland.
Lionel Messi skoraði fyrir Argentínu.
Kingsley Coman tók aðra spyrnu Frakklands en Martinez varði.
Paulo Dybala skoraði fyrir Argentínu.
Aurelien Tchouaméni brenndi af fyrir Frakkland. Skaut framhjá markinu.
Leandro Paredes skoraði fyrir Argentínu.
Randal Kolo Muani skoraði fyrir Frakkland.
Gonzalo Montiel skoraði fyrir Argentínu og tryggði liðinu heimsmeistaratitilinn!

Heimsmeistarastyttan er glæsileg.
Heimsmeistarastyttan er glæsileg. AFP/Odd Andersen

Mikið var um dýrðir áður en flautað var til leiks en þjóðsöngvar ríkjanna tveggja voru sungnir af mikilli innlifun af glæsilegum söngkonum.

Argentínumenn byrjuðu af krafti og voru ógnandi. Á 4. mínútu lyfti De Paul boltanum skemmtilega inn fyrir frönsku vörnina en Lloris greip vel inn í áður en Alvarez náði til boltans. Flaggið fór svo á loft.

Lionel Messi í baráttunni við Antoine Griezmann og Kylian Mbappe.
Lionel Messi í baráttunni við Antoine Griezmann og Kylian Mbappe. AFP/Jewel Samad

Einni mínútu síðar reyndi Mac Allister skot af löngu færi. Skotið var fast en fór beint á Lloris sem greip boltann.

Á 8. mínútu var De Paul aftur á ferðinni er skot hans fór af varnarmanni og rétt fram hjá marki Frakklands.

Álitleg sókn Argentínumanna á 17. mínútu lauk með skoti frá Di Maria sem flaug hátt yfir mark Frakklands.

Á 21. mínútu fékk Argentína vítaspyrnu. Dembele braut á Angel Di Maria og Marciniak dómari var viss í sinni sök. Lionel Messi skoraði úr spyrnunni, sendi Lloris í rangt horn og renndi boltanum í netið.

Lionel Messi fagnar fyrsta marki sínu í leiknum þegar hann …
Lionel Messi fagnar fyrsta marki sínu í leiknum þegar hann kom Argentínu í 1:0 af vítapunktinum. AFP/Jewel Samad
Hugo Lloris fer í rangt horn og eftirleikurinn er auðveldur …
Hugo Lloris fer í rangt horn og eftirleikurinn er auðveldur fyrir Lionel Messi. AFP/Franck Fife

Það er ekki annað hægt að segja að mark Argentínumanna hafi verið verðskuldað en þeir byrjuðu leikinn mun betur.

Á 36. mínútu átti Argentína stórkostlega skyndisókn. Mac Allister lagði boltann á Messi sem lagði hann út á hægri kantinn á Alvarez sem aftur stakk honum inn fyrir vörnina á Mac Allister. Mac Allister sendi hann í fyrsta fyrir markið á fjærstöngina þar sem Di Maria kom aðvívandi og smellti honum framhjá Lloris í marki Frakklands.

Angel Di Maria setur boltann framhjá Lloris og kemur Argentínu …
Angel Di Maria setur boltann framhjá Lloris og kemur Argentínu í 2:0. AFP/Jack Guez
Argentínumenn fagna öðru marki sínu.
Argentínumenn fagna öðru marki sínu. AFP/Odd Andersen

Sjö mínútum var bætt við venjulegan leiktíma í fyrri hálfleik en þær dugðu þeim frönsku skammt og staðan í leikhléi 2:0 Argentínu í vil.

Seinni hálfleikur hófst eins og þeim fyrri lauk. Argengtínumenn voru mikið ákveðnari í öllum sínum aðgerðum.

Á 49. mínútu las Romero sendingu inn á miðjunni og Argentína geystist í hraða sókn sem endaði með skoti frá De Paul við vítateigslínuna en skotið var beint á Lloris sem greip boltann.

Argentínumenn komust í enn eitt færið á 59. mínútu þegar Alvarez náði skoti úr þröngri stöðu sem Lloris varði vel alveg út við nærstöngina.

Einni mínútu síðar tók Di Maria góðan sprett úti á vinstri vængnum áður en hann lagði boltann inn á teiginn. Þar var það Messi sem náði til hans umkringdur varnarmönnum en náði skotinu sem fór framhjá marki Frakklands.

Angel Di Maria fer af velli í seinni hálfelik eftir …
Angel Di Maria fer af velli í seinni hálfelik eftir að hafa átt frábæran leik. Hann fiskaði vítið sem gaf fyrsta markið og skoraði annað mark Argentínu. AFP/Jewel Samad

Fyrsta marktilraun Frakklands kom á 68. mínútu og segir það ansi margt um gang leiksins. Griezmann tók þá hornspyrnu sem Kolo Muani skallaði framhjá marki Argentínumanna.

Mbappé átti ágætis skotá 70. mínútu að marki Aregntínumanna frá vítateigslínu vinstra megin en það fór töluvert yfir markið.

Á 79. mínútu fékk Frakkland vítaspyrnu. Þegar Otamendi braut á Kolo Muani. Kylian Mbappé skoraði úr spyrnunni og minnkaði muninn í 2:1.

Kylian Mbappe minnkar muninn úr vítaspyrnu.
Kylian Mbappe minnkar muninn úr vítaspyrnu. AFP/Guiseppe Cacace

Mbappé jafnaði metin fyrir Frakkland einni mínútu síðar. Coman vann boltann á miðjum vellinum, boltinn barst út til vinstri á Mbappé sem skallaði hann á Thuram sem lyfti honum aftur á Mbappé. Mbappé tók hann á lofti og smellti honum neðst í fjærhornið. Ótrúleg endurkoma þar sem ekki margt benti til þess að Argentína myndi missa niður forskotið.

Kylian Mbappe skorar jöfnunarmark Frakklands.
Kylian Mbappe skorar jöfnunarmark Frakklands. AFP/Franck Fife
Kylian Mbappe fagnar jöfnunarmarki sínu.
Kylian Mbappe fagnar jöfnunarmarki sínu. AFP/Anne-Christine Poujoulat

Átta mínútum var bætt við venjulegan leiktíma. Á fjórðu mínútu viðbótartímans átti Rabiot skot sem Martinez varði í marki Argentínu.

Á sjöunda mínútu í viðbótartíma átti Messi fast skot utan teigs sem Lloris varði virkilega vel.

Argentínumenn náðu einni lokasókn sem rann út í sandinn og grípa þurfti til framlengingar.

Fyrsta skotið í framlengingnunni var Argentínumanna þegar Acuna átti skot yfir vinstra megin í teignum undir lok fyrri hálfleiks framlengingarinnar.

Stórsókn Argentínumanna rétt fyrir lokaflautið lauk svo með skoti frá Lautaro Martinez sem Frakkar komust fyrir en boltinn barst þá til Montiel sem átti fast skot að marki sem var skallað frá.

Á 109. mínútu skoraði Messi og kom Argentínu í 3:2. Hann náði frákastinu og setti boltann yfir línuna af stuttu færi. Boltinn náði ekki alla leið í netið en það var augljóst að boltinn fór allur inn fyrir línuna.

Lionel Messi skorar þriðja mark Argentínu og annað mark sitt …
Lionel Messi skorar þriðja mark Argentínu og annað mark sitt í frábærum úrslitaleik gegn Frakklandi á HM í Katar. AFP/Odd Andersen

Sjö mínútum síðar fengu Frakkar aðra vítaspyrnu þegar skot Coman fór í hönd varnarmanns Argentínu, Gonzalo Montiel, innan teigs. Mbappé skoraði af öryggi úr spyrnunni og jafnaði aftur fyrir Frakkland.

Emiliano Martinez kemur engum vörnum við þegar Kylian Mbappe jafnar …
Emiliano Martinez kemur engum vörnum við þegar Kylian Mbappe jafnar metin fyrir Frakka af vítapunktinum seint í seinni hálfleik framlengingarinnar. AFP/Franck Fife
Kylian Mbappe fagnar jöfnunarmarki sínu seint í seinni hálfleik framlengingarinnar.
Kylian Mbappe fagnar jöfnunarmarki sínu seint í seinni hálfleik framlengingarinnar. AFP/Adrian Dennis

Martínez varði vel frá Kolo Muani undir lok framlengingarinnar - ótrúleg varsla! Liðin komust ekki lengra í framlengingunni og grípa þurfti til vítaspyrnukeppni.

Vítaspyrnukeppni:

Kylian Mbappé skoraði fyrir Frakkland.

Lionel Messi skoraði fyrir Argentínu.

Kingsley Coman tók aðra spyrnu Frakklands og Martinez varði.

Paulo Dybala skoraði fyrir Argentínu.

Aurelien Tchouaméni brenndi af fyrir Frakkland. Skaut framhjá.

Leandro Paredes skoraði fyrir Argentínu.

Randal Kolo Muani skoraði fyrir Frakkland.

Gonzalo Montiel skoraði fyrir Argentínu og tryggði liðinu heimsmeistaratitilinn!

Gonzalo Montiel tryggir Argentínu heimsmeistaratitilinn í vítaspyrnukeppni í dag.
Gonzalo Montiel tryggir Argentínu heimsmeistaratitilinn í vítaspyrnukeppni í dag. AFP/Franck Fife
Argentínumenn fagna af innlifun. Argentína er heimsmeistari í þriðja sinn!
Argentínumenn fagna af innlifun. Argentína er heimsmeistari í þriðja sinn! AFP/Adrian Dennis

Lið Argentínu:

Mark: Emiliano Martínez.
Vörn: Nahuel Molina (Gonzalo Montiel 91.), Cristian Romero, Nicolás Otamendi, Nicolás Tagliafico.
Miðja: Ángel Di María (Marcus Acuna 64.), Rodrigo De Paul (Leandro Paredes 102.), Enzo Fernández, Alexis Mac Allister.
Sókn: Lionel Messi, Julian Álvarez (Lautaro Martinez 102.).

Lið Frakklands:
Mark: Hugo Lloris.
Vörn: Jules Koundé, Raphael Varane (Ibrahima Konaté 113.), Dayot Upamecano, Theo Hernández (Eduardo Camavinga 71.).
Miðja: Antoine Griezmann (Kingsley Coman 71.), Aurelien Tchouaméni, Adrien Rabiot (Youssouf Fofana 96.).
Sókn: Ousmane Dembélé (Randal Kolo Muani 41.), Olivier Giroud (Marcus Thuram 41.), Kylian Mbappé.

Kylian Mbappé hitar upp fyrir leikinn.
Kylian Mbappé hitar upp fyrir leikinn. AFP/Franck Fife
Lionel Messi fyrir leikinn.
Lionel Messi fyrir leikinn. AFP/Jewel Samad
Leikmenn og dómarar hlýða á þjóðsöngva ríkjanna tveggja.
Leikmenn og dómarar hlýða á þjóðsöngva ríkjanna tveggja. AFP/Odd Andersen
Lionel Messi gengur inn á völlinn.
Lionel Messi gengur inn á völlinn. AFP/Kirill Kudryavtsev
Goðsögnin, Lionel Messi og framtíðin, Kylian Mbappe, fallast í faðma …
Goðsögnin, Lionel Messi og framtíðin, Kylian Mbappe, fallast í faðma fyrir leik. AFP/Kirill Kudryavtsev
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert