Íslendingar sáu aldrei til sólar gegn Úkraínu

Varamannamannabekkur Íslands gegn Ástralíu.
Varamannamannabekkur Íslands gegn Ástralíu. mbl.is/Schröder.

Íslenska landsliðið tapaði gegn Úkraínu, 32:29, í B-riðli heimsmeistaramótsins í handknattleik í dag en Ísland var marki yfir að loknum fyrri hálfleik, 13:12.

Úrslitin eru íslenska liðinu mikil vonbrigði og ekkert annað en sigur gegn Frökkum dugir liðinu til þess að komast áfram í milliriðil keppninnar.

Í stöðunni 14:14 skoruðu leikmenn Úkraínu 5 mörk gegn 1 marki Íslendinga. Markverðir íslenska liðsins náðu sér alls ekki á strik í síðari hálfleik en Roland Valur Eradze varði vel í þeim fyrri.

Mörk Íslands: Alexander Petersson 7, Snorri Steinn Guðjónsson 6/5, Guðjón Valur Sigurðsson 5, Logi Geirsson 4, Ólafur Stefánsson 4/3, Sigfús Sigurðsson 1, Arnór Atlason 1, Vignir Svavarsson 1.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert