Sigur gegn Frökkum er eini möguleiki Íslands

Íslenska liðið gengur inná völlinn í Magdeburg í dag.
Íslenska liðið gengur inná völlinn í Magdeburg í dag. mbl.is/Schröder

Íslenska landsliðið í handknattleik verður að leggja Frakka í Bördelandhalle í Magdeburg til þess að eiga möguleika á að komast í milliriðlakeppnina. Takist það verða þrjár þjóðir jafnar með 2 stig hver, Ísland, Frakkland og Úkraína. Komi sú staða upp þá gildir markatalan í innbyrðis leikjum þjóðanna.

Það þýðir að Úkraínumenn sitja eftir með sárt enn þar sem þeir töpuðu fyrir Frökkum með ellefu marka mun. Ísland færi þá áfram í milliriðil með 2 stig, en Frakkar ekkert. Vinni Frakkar Íslendinga í kvöld eða þá að þjóðirnar skilja jafnar þá halda Frakkar og Úkraínumenn áfram í milliriði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert