Alfreð: „Við höfðum engu að tapa“

Alfreð stýrir íslenska liðinu gegn Frökkum í kvöld.
Alfreð stýrir íslenska liðinu gegn Frökkum í kvöld. AP

„Öfgarnar eru gríðarlegar. Við gátum ekkert í gær gegn Úkraínu og það var dómsdagsstemmning í liðinu í gærkvöld. Ég fann það hinsvegar á æfingu liðsins í morgun að neistinn var enn til staðar hjá leikmönnum liðsins. Við lögðum upp með það að horfa aldrei á leikklukkuna og á stöðuna í leiknum. Eins marks sigur var allt sem við vildum. Við höfðum engu að tapa og við vissum að pressan yrði öll á Frökkunum,“ sagði Alfreð Gíslason þjálfari íslenska liðsins eftir átta marka sigur liðsins gegn Evrópumeistaraliði Frakka í Magdeburg í kvöld, 32:24.

Nánar í Morgunblaðinu á morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert