Íslendingar gjörsigruðu Evrópumeistaralið Frakka

Sigfúsi Sigurðssyni leiddist ekki í leiknum á móti Frökkum í …
Sigfúsi Sigurðssyni leiddist ekki í leiknum á móti Frökkum í dag. AP

Íslenska landsliðið í handknattleik tryggði sér sæti í milliriðli heimsmeistaramótsins með stórkostlegum sigri á Evrópumeistaraliði Frakka í Magdeburg í Þýskalandi, 32:24. Íslendingar náðu efsta sætinu í B-riðli með þessum stóra sigri og fara áfram í milliriðilinn með tvö stig og átta mörk í plús en Frakkar fara áfram án stiga og með átta mörk í mínus.

Birkir Ívar Guðmundsson varði 21 skot í leiknum og þar af 2 vítaköst.

Mörk Íslands: Ólafur Stefánsson 6/4, Guðjón Valur Sigurðsson 5, Logi Geirsson 5, Snorri Steinn Guðjónsson 4, Sigfús Sigurðsson 2, Alexander Petersson 3, Markús Máni Michaelsson 3, Ásgeir Örn Hallgrímsson 2, Ragnar Óskarsson 1/1, Vignir Svavarsson 1.

Frakkinn Michael Guigou reynir að stöðva Alexander Petersson, sem átti …
Frakkinn Michael Guigou reynir að stöðva Alexander Petersson, sem átti stórleik. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert