HM: Myndbandi Alfreðs og Ólafi hrósað

Ólafur Stefánsson fyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik sagði eftir stórsigur liðsins gegn Evrópumeistaraliði Frakka í gær á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi að íslenska liðið væri eins og íslenskt veður - óútreiknanlegt.

Með sigrinum á Frökkum í gær tryggði Ísland sér sæti í milliriðli HM og fyrsti leikurinn er gegn Túnis á morgun, miðvikudag.

Ólafur fyrirliði fær mikið lof frá Loga Geirssyni og Alfreð Gíslasyni þjálfari íslenska landsliðsins - en þeir telja að Ólafur hafi beint hugsunum leikmanna liðsins á rétta braut eftir óvænt tap liðsins gegn Úkraínu.

Alfreð átti einnig mikinn þátt í því að bæta hugarfar leikmanna og heimatilbúið myndband Alfreðs kveikti að mati leikmanna neistann - í liðinu á ný.

Mikil leynd er yfir innihaldi myndbandsins og hvorki þjálfarinn né leikmenn liðsins vildu segja hvað þar var að finna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert