Alfreð valdi sama bílstjórann

Alfreð Gíslason.
Alfreð Gíslason. mbl.is/Günter Schröder

Alfreð Gíslason þjálfari íslenska landsliðsins í handknattleik óskaði eftir því við forsvarsmenn heimsmeistaramótsins í Þýskalandi að sami bílstjórinn yrði með liðinu í milliriðlinum í Dortmund og Halle. Á fréttasíðu heimsmeistaramótsins vakti þessi ósk Alfreðs athygli enda var hann eini þjálfarinn sem bar upp slíka ósk við mótshaldara.

Thomas Bockelmann sá um að aka hópferðabifreið íslenska liðsins í Magdeburg og óskaði Alfreð eftir því að Bockelmann myndi fylgja íslenska liðinu í millriðlana. Alfreð þekkir Bockelmann ágætlega því hann hefur séð um að koma handknattleiksliðinu Magdeburg á milli keppnisstaða á undanförnum árum en Alfreð var sem kunnugt er þjálfari Magdeburg á sínum tíma.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert