HM: Tveggja marka tap gegn Pólverjum

Pólverjar fagna sigrinum gegn Íslendingum í kvöld.
Pólverjar fagna sigrinum gegn Íslendingum í kvöld. Reuters

Íslendingar töpuðu með tveggja marka mun, 35:33, gegn Pólverjum í 1.-milliriðli heimsmeistaramótsins í handknattleik í kvöld. Staðan í hálfleik var 14:12 fyrir Ísland en í síðari hálfleik voru miklar sveiflur í gangi leiksins. Ísland komst í 18:14 eftir aðeins þrjár mínútur í síðari hálfleik. Pólverjar skoruðu 4 mörk í röð og breyttu stöðunni í 21:20 þegar 11 mínútur voru liðnar í síðari hálfleik. Staðan var 30:30 þegar 6 mínútur voru eftir af leiknum en þá skoruðu Pólverjar tvö mörk í röð og héldu þeir forskotinu það sem eftir var leiksins.

Mörk Íslands: Ólafur Stefánsson 6/1, Guðjón Valur Sigurðsson 6, Róbert Gunnarsson 6, Alexander Petersson 6, Snorri Steinn Guðjónsson 5, Logi Geirsson 4.

Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 11/2, Roland Eradze 2.

Staðan í riðlinum fyrir leik Frakka og Slóvena. Íslendingum dugir einn sigur í næstu tveimur leikjum til þess að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum. Ísland leikur gegn Slóveníu á laugardag og Þjóðverjum á sunnudag:

1. Ísland 4 stig (+12)
2. Þýskaland 4 stig (+11)
3. Pólland 4 stig (-5)
4. Slóvenía 2 stig (+1)
5. Frakkland 2 stig (+1)
6. Túnis 0 stig (-20)

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert