„Við klúðruðum þessu í fyrri hálfleik þegar við fengum fjölmörg tækifæri til þess að komast 5-6 mörkum yfir,“ sagði Ólafur Stefánsson fyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik eftir 35:33-tap liðsins gegn Póllandi.
„Ég er sannfærður um að þeir hefðu brotnað saman ef við hefðum gert betur á þeim kafla. Það gerðum við ekki og núna verðum við að horfa fram á veginn og gera betur gegn Slóveníu á laugardaginn,“ sagði Ólafur. Nánar verður rætt við Ólaf í Morgunblaðinu á morgun, föstudag.
Mörk Íslands: Ólafur Stefánsson 6/1, Guðjón Valur Sigurðsson 6, Róbert Gunnarsson 6, Alexander Petersson 6, Snorri Steinn Guðjónsson 5, Logi Geirsson 4.
Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 11/2, Roland Eradze 2.
Staðan í riðlinum fyrir leik Frakka og Slóvena. Íslendingum dugir einn sigur í næstu tveimur leikjum til þess að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum. Ísland leikur gegn Slóveníu á laugardag og Þjóðverjum á sunnudag:
1. Ísland 4 stig (+12)
2. Þýskaland 4 stig (+11)
3. Pólland 4 stig (-5)
4. Slóvenía 2 stig (+1)
5. Frakkland 2 stig (+1)
6. Túnis 0 stig (-20)