Brynjólfur Jónsson, læknir íslenska landsliðsins í handknattleik, segir að meiðsli, sem Guðjón Valur Sigurðsson og Logi Geirsson urðu fyrir í leiknum gegn Pólverjum í gær á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi séu áhyggjuefni.
Guðjón Valur fékk þungt högg á annað lærið og Logi fékk högg á vinstri öxlina en hann fór nýlega úr axlarlið.
Brynjólfur segir, að Guðjón Valur fari í skoðun í dag. Þá fer Logi í hljóðbylgjumeðferð í Lemco.
Engar æfingar verða hjá íslenska liðinu í dag en það leikur við Slóvena á morgun.