Íslendingar eru yfir í hálfleik, 17:15, gegn Slóvenum í milliriðli heimsmeistarakeppninnar í handknattleik en leikið er í Halle/Westfalen í Þýskalandi. Logi Geirsson og Snorri Steinn Guðjónsson voru atkvæðamestir í fyrri hálfleiknum með 5 mörk hvor og Birkir Ívar Guðmundsson markvörður varði 11 skot.