Íslenska landsliðið mætt til Hamborgar

Íslensku landsliðsmennirnir fagna hinum frækna sigri á Evrópumeisturum Frakka.
Íslensku landsliðsmennirnir fagna hinum frækna sigri á Evrópumeisturum Frakka. Gunter Schröder

Íslenska landsliðið í handknattleik til Hamborgar fyrir um tveimur stundum eftir fjögurra stunda ferð frá nágrenni Halle í Westfalen. Til stendur að það æfi í Color Line Arena íþróttahöllinni í borginni klukkan 18. Á sama stað klukkan 19 á morgun leiða Ísland og Danmörk saman hesta sína í íþróttahöllinni í 8-liða úrslitum heimsmeistaramótsins í handknattleik. Þremur stundum fyrr leika Pólverjar og Rússar. Sigurliðin í leikjunum komast í undanúrslit en tapliðin leika um 5.-8. sætið, einnig í leikjum sem fram fara í Hamborg.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert