Banki býður eiginkonum leikmanna Íslands á Danaleikinn

Sparkasse Hamborg hefur boðið eiginkonum íslensku leikmannanna í handknattleik á viðureign Íslands og Danmerkur í Color Line íþróttahöllinni í Hamborg í kvöld. Þegar útlit var fyrir það í gær að eiginkonurnar fengju ekki miða þá kom þetta boð fram frá bankanum sem er einn stuðningsaðili mótshaldsins hér Hamborg. Boðið var þegið með þökkum og reiknað að flestar ef ekki allar eiginkonur íslensku leikmannanna getið séð þá leika við Dani í kvöld en flautað verður til leiks kl. 19.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert