HM: Miðar á uppsprengdu verði

Alexander Petersson skorar gegn Þjóðverjum.
Alexander Petersson skorar gegn Þjóðverjum. mbl.is/Günter Schröder.

Miðar á leik Íslands og Dan­merk­ur í 8-liða úr­slit­um heims­meist­ara­keppn­inn­ar í hand­knatt­leik eru vand­fundn­ir. Danska frétta­stof­an Ritzau seg­ir að marg­ir aðilar hafi keypt miða á leik­ina í 8-liða úr­slit­um án þess að hafa ætlað sér að nota þá og nú eru þess­ir miðar seld­ir á upp­sprengdu verði.

Upp­selt er á leik­ina í 8-liða úr­slit­um í Ham­borg þar sem að Pól­land og Rúss­land eig­ast við kl. 16:30 að ís­lensk­um tíma og kl, 19:00 hefst leik­ur Íslands gegn Dön­um. Á þýska vefn­um eBay eru miðar á leik Íslands og Dan­merk­ur til sölu og var búið að bjóða allt að 12.000 kr. fyr­ir miða á leik­inn þegar síðast frétt­ist.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka