Snorri:„Ótrúlega svekkjandi“

Lasse Boesen tekur Snorra Stein Guðjónsson föstum tökum í leiknum …
Lasse Boesen tekur Snorra Stein Guðjónsson föstum tökum í leiknum í kvöld. Reuters

„Þetta var ótrú­lega svekkj­andi og ég veit eig­in­lega ekki hvað ég á að segja,“ sagði Snorri Steinn Guðjóns­son leikmaður ís­lenska landsliðsins í hand­knatt­leik í sjón­varps­viðtali eft­ir 42:41-tap liðsins gegn Dön­um í 8-liða úr­slit­um heims­meist­ara­móts­ins í Ham­borg.

Snorri skoraði 15 mörk í leikn­um en hann sagði að það skipti engu máli. „Við töpuðum í 8-liða úr­slit­um í leik sem hefði getað endað með okk­ar sigri. Það skipt­ir því engu hvort ég hafi skorað 15 eða 25 mörk,“ bætti Snorri við.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert