Alfreð Gíslason þjálfari íslenska landsliðsins í handknattleik sagði við Fréttavef Morgunblaðsins eftir 42:41-tap Íslands geng Dönum á HM í Þýskalandi að hann væri gríðarlega stoltur af íslenska liðinu - þrátt fyrir tapið. Íslendingar leika gegn Rússum á fimmtudaginn og með sigri í þeim leik mun íslenska liðið leika um 5. sætið á mótinu.
Alfreð var ánægður með skotið hjá Alexander Petersson 15 sekúndum fyrir leikslok en boltinn hafnaði í stönginni og náðu Danir að skora sigurmarkið í kjölfarið. Alfreð sagði að Alexander hefði fengið fínt færi og gert það eina rétta í stöðunni -þrátt fyrir að boltinn hafi hafnað í stönginni.
Nánar á íþróttasíðum Morgunblaðsins á miðvikudag.