Martröðin frá Kumamoto endurtók sig

Alfreð Gíslason vonsvikinn eftir að Ísland tapaði fyrir Dönum.
Alfreð Gíslason vonsvikinn eftir að Ísland tapaði fyrir Dönum. Reuters

Landsliðsmenn Íslands í handknattleik vöknuðu upp við vondan HM-draum í Hamborg í gærkvöldi þegar þeir urðu að sætta sig við tap í framlengdum leik fyrir Dönum, 42:41. Þar með var með draumurinn um að komast í undanúrslit á HM í fyrsta skipti og leika gegn Pólverjum úti.

Landsliðsmennirnir stóðu í sömu sporum og leikmenn Íslands á HM í Kumamoto í Japan 1997 en þá töpuðu þeir fyrir Ungverjum. Ólafur Stefánsson, fyrirliði íslenska liðsins, er eini leikmaður liðsins með var með í Kumamoto.

Íslensku landsliðsmennirnir, sem höfðu ekki tapað leik á HM í Kumamoto – unnið fimm og gert eitt jafntefli (92% árangur), máttu þola óvænt tap fyrir Ungverjum í 8 liða úrslitum, 25:26.

Íslendingar léku þá við Spánverja um það hvor þjóðin myndi leika um fimmta sætið. Leikurinn gegn Spánverjum vannst örugglega 32:23 og síðan voru Egyptar lagðir að velli í leiknum um fimmta sætið, 23:20.

Fyrir þessa leiki höfðu þeir unnið Japan, Júgóslavíu, Sádi-Arabíu og Litháen í riðlakeppninni og gert jafntefli við Alsír.

Í 16 liða úrslitunum voru Norðmenn lagðir að velli, 28:23.

Árangur íslenska liðsins í Kumamoto var 83% – í níu leikjum unnust sjö, einn tapaðist og einum leiknum lauk með jafntefli.

Fyrir leikinn gegn Dönum í gærkvöldi var Ísland búið að leika sjö leiki á HM, vinna fjóra, tapa þremur. Árangur liðsins á HM er 50% eftir tapið fyrir Dönum.

Íslendingar leika við Rússa á morgun í Hamborg – um hvorir leika um fimmta sætið á HM, við Króata eða Spánverja. Þeir sem tapa leika um sjöunda sætið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert