„Við gáfum Rússum sigurinn á lokamínútunum með mjög óvönduðum leik þar sem nokkur dauðafæri fóru forgörðum. Í stað þess að láta kné fylgja kviði þegar við vorum komnir með tveggja marka forystu og möguleiki var á þriðja markinu þá komum við Rússum inn í leikinn með því að fara mjög illa að ráði okkar, við gerðum sjálfsmark á lokasprettinum,“ sagði Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari Íslands í handknattleik, eftir tapið fyrir Rússum í Color Line Arena í Hamborg í kvöld, 28:25.
Nánar á íþróttasíðum Morgunblaðsins á morgun, föstudag.