HM: Pólverjar leika til úrslita gegn Þjóðverjum

Bogdan Wenta þjálfari Póllands.
Bogdan Wenta þjálfari Póllands. Reuters

Pólland leikur til úrslita um gullverðlaunin á heimsmeistaramótinu í handknattleik gegn gestgjöfum mótsins, Þjóðverjum. Pólland lagði Dani að velli í undanúrslitum í kvöld, 36:33, eftir tvíframlengdan leik.

Staðan var 26:26 að loknum venjulegum leiktíma og staðan var 30:30 þegar fyrri framlengingunni lauk. Pólverjar voru sterkari þegar á leið í síðari framlengingunni og tryggðu sér sigur. Þetta er í fyrsta sinn sem að Pólverjar leika til úrslita á heimsmeistaramóti.

Ulrik Wilbek.
Ulrik Wilbek. Reuters
Mariusz Jurasik fagnar marki fyrir Pólverja.
Mariusz Jurasik fagnar marki fyrir Pólverja. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert