„Það er engin afsökun fyrir lélegri frammistöðu gegn Rússum að við hefðum orðið fyrir svona miklum vonbrigðum með því að tapa fyrir Dönum. Rússar höfðu lent í því sama, gegn Pólverjum, og voru jafnþreyttir og svekktir og við,“ sagði Ólafur Stefánsson fyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik við Fréttavef Morgunblaðsins eftir eftir ósigurinn gegn Rússum í kvöld.
„Við fengum færi, það vantaði ekki, en það rataði ekkert í markið. Við vorum um tíma einum færri og þá skutum við of fljótt á markið, náðum ekki að hreyfa vörnina hjá þeim og opna fyrir Guðjóni í horninu. Þetta var algjör hörmung hjá okkur á þeim kafla og því fór sem fór.“
Nánar á íþróttasíðum Morgunblaðsins á morgun, föstudag.