HM: Fimm Íslendingar á meðal tíu markahæstu

Snorri Steinn Guðjónsson er á meðal markahæstu leikmanna á HM
Snorri Steinn Guðjónsson er á meðal markahæstu leikmanna á HM AP

Íslendingar eiga fimm af tíu markahæstu leikmönnum á heimsmeistaramótinu í handknattleik þegar aðeins tveimur leikjum er ólokið. Guðjón Valur Sigurðsson á markakóngstitilinn næsta vísan en Pólverjinn Karol Bielecki er sá eini sem getur náð Guðjóni og þarf að skora 14 mörk í úrslitaleiknum á móti Þjóðverjum á morgun til að skjótast frammúr Guðjóni.

Guðjón Valur er markahæstur með 66 mörk. Tékkinn Filip Jicha kemur næstur með 57 mörk, Rússinn Eduard Koksharov hefur skorað 55 og Karol Bielecki 53. Snorri Steinn Guðjónsson, Ólafur Stefánsson og Ivano Balic hafa eins og Bielecki skorað 53 mörk og eru þar með í 4.-7. sætinu og þeir Logi Geirsson og Alexander Petersson eru í 9.-11. sætinu með 48 mörk.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert