Hættir Alfreð strax með landsliðið?

Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari.
Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari. AP

Alfreð Gíslason er samningsbundinn Handknattleikssambandi Íslands sem landsliðsþjálfari til 1. júlí og er ákveðinn í að gefa ekki kost á sér til að vera með liðið áfram að þeim tíma liðnum. Í júní leikur Ísland gegn Serbíu í umspili um sæti í Evrópukeppninni í Noregi á næsta ári og þeir leikir eru því innan samningstíma Alfreðs. Hann er hinsvegar tilbúinn til að standa upp úr stól sínum strax ef HSÍ vill að sá sem taki við af honum hefji strax störf með liðið.

"Þetta er í höndum HSÍ og forráðamenn sambandsins ákveða hvaða stefnu þeir vilji taka í þessu máli. Ef þeir vilja að nýr maður taki við strax, er það ekkert mál af minni hálfu, en að öðrum kosti klára ég minn samning og verð með liðið í leikjunum gegn Serbíu, sagði Alfreð við Morgunblaðið.

Sjá nánar viðtal við Alfreð í íþróttablaði Morgunblaðsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert