Landsliðsþjálfarinn varar fólk við

Guðmundur Þórður Guðmundsson.
Guðmundur Þórður Guðmundsson. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Ég vil bara vara fólk við að fara á flug of snemma,“ sagði Guðmundur Þ. Guðmundsson, landsliðsþjálfari karla í handknattleik, við Morgunblaðið í gær. Landsliðshópurinn kemur saman í dag til æfinga en HM karla hefst í Svíþjóð 13.janúar. Ísland á fyrsta leik daginn eftir og eru Ungverjar fyrstu mótherjarnir.

„Ég er ekki búinn að hitta strákana en veit ekki annað en allir séu heilir og klárir í slaginn eftir áramótin. Ég geri í það minnsta ráð fyrir því. Það er auðvitað lykilatriði að allir séu heilir og tilbúnir í þetta. Annars veit maður ekki hvar við stöndum fyrr en eftir æfingaleikina við Þjóðverja um helgina,“ sagði Guðmundur, en íslenska liðið mætir Þjóðverjum í Laugardalshöllinni á föstudaginn og laugardaginn. „Þar mætum við alvöruliði og ættum í framhaldi af því að geta séð nokkuð hvar við stöndum,“ sagði Guðmundur.

Hann sagðist hafa verið óhress með leiki liðsins á móti Lettum og Austurríkismönnum fyrr í vetur. „Í leikjunum við Norðmenn mátti sjá ákveðinn bata og við verðum að vinna okkur áfram með það jákvæða sem þar sást. Ég er tilbúinn með það sem ég ætla að leggja fyrir strákana og við verðum að ná góðri sókn og góðri vörn áður en mótið hefst,“ sagði landsliðsþjálfarinn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert