HM í handbolta á netinu

Hægt er að horfa á íslenska landsliðið á veraldarvefnum.
Hægt er að horfa á íslenska landsliðið á veraldarvefnum. Kristinn Ingvarsson

Áhugamenn um handbolta geta horft á leiki landsliðsins á heimsmeistaramótinu í Svíþjóð á netinu. Það er hægt að gera í gegnum síðuna livehandball.tv. Alþjóða handknattleikssambandið í samstarfi við sýningarétthafa bjóða upp á þessa þjónustu og kostar áskriftin fyrir einn dag 10 evrur eða í kringum 1500 krónur.

Þá er einnig hægt að kaupa aðgang að öllu mótinu á 30 evrur eða um 4600 krónur. Þó er líklegt að ekki sé hægt að kaupa áskrift í gegnum þessa síðu á Íslandi. Ástæðan er sú að aðeins er opið fyrir aðgang í löndum þar sem sjónvarpsstöðvar hafa ekki tryggt sér sýningarétt af mótinu.

Eins og kunnugt er tryggði Stöð 2 sport sér sýningaréttinn á Íslandi. Fyrir þá Íslendinga sem eru búsettir í löndum sem ekki hafa tryggt sér sýningarétt af mótinu er þetta því kjörinn vettvangur til að fylgjast með íslensku strákunum í Svíþjóð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert