Steinar Ege settur í einangrun

Steinar Ege markvörður Norðmanna.
Steinar Ege markvörður Norðmanna. Reuters

Hinn þrautreyndi markvörður Norðmanna, Steinar Ege var hvergi sjáanlegur þegar Norðmenn unnu Japani í B-riðli okkar Íslendinga í Norrköping í kvöld. Ástæðan er sú að hann er í einangrun á hótelherbergi sínu.

 Ege þjáist af magakveisu og hafa forráðamenn norska liðsins áhyggjur af því að pestin kunni að skjóta sér niður í leikmannahópi þeirra.

Eftir því sem blaðamaður mbl.is kemst næst er ekki reiknað með því að Ege taki þátt í næstu leikjum Norðmanna. Raunar ekki reiknað með að hann verði leikfær fyrr en í síðasta leiknum í riðlinum en þá mæta Norðmenn einmitt Íslendingum. 

Ole Erevik stóð vaktina í marki Noregs af mikilli prýði gegn Japan í kvöld en vegna fjarverju Ege var enginn varamarkvörður á bekknum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert