Stórsigur á Japan

Ásgeir Örn Hallgrímsson í hörðum slag í leiknum í kvöld.
Ásgeir Örn Hallgrímsson í hörðum slag í leiknum í kvöld. mbl.is/Hilmar Þór

Íslenska landsliðið í hand­knatt­leik fór langt með að tryggja sér sæti í mill­iriðlakeppni heims­meist­ara­móts­ins í hand­knatt­leik með stór­sigri á Jap­an, 36:22, í Lin­köp­ing í kvöld. Ísland var með 14 marka for­skot í hálfleik, 22:8.

Íslenska landsliðið gerði út um leik­inn í fyrri hálfleik og segja má hrein­lega á fyrsta stund­ar­fjórðungn­um. Vörn­in var frá­bær og sókn­ar­leik­ur­inn einnig. Þá rak hvert hraðaupp­hlaupið annað. Jap­an­ir vissu ekki hvernig á sig stóð veðrið og þrátt fyr­ir leik­hlé þá fundu þeir eng­in svör.

Íslenska liðið slakaði held­ur á klónni í síðari hálfleik auk þess sem Guðmund­ur Þórður Guðmunds­sson, landsliðsþjálf­ari, gaf öll­um leik­mönn­um sem voru á leik­skýrslu tæki­færi á að spreyta sig nema Ólaf­ur Stef­áns­son sem kom ekk­ert við sögu.

Þar með er ljóst að ís­lenska landsliðið er komið með ann­an fót­inn og rúm­lega það í mill­iriðlakeppni heims­meist­ara­móts­ins. Til þess að það gangi ekki eft­ir þurfa skrít­in úr­slit að verða í næstu  leikj­um. Spurn­ing­in snýst meira um hvaða þjóðir fylgja Íslend­ing­um í mill­iriðil og þá hversu mörg stig þeir taka með sér áfram.

Mörk Íslands: Guðjón Val­ur Sig­urðsson 9,  Þórir Ólafs­son 7, Al­ex­and­er Peters­son 5, Snorri Steinn Guðjóns­son 4/​1, Vign­ir Svavars­son 3, Ingi­mund­ur Ingi­mund­ar­son 1, Sig­ur­berg­ur Sveins­son 1, Kári Kristján Kristjáns­son 1, Ró­bert Gunn­ars­son 1, Sver­re Jak­obs­son 1, Aron Pálm­ars­son 1, Ásgeir Örn Hall­gríms­son 1, Arn­ór Atla­son 1. 

Fylgst var leikn­um í beinni texta­lýs­ingu á mbl.is.

Ísland 36:22 Jap­an opna loka
Guðjón Valur Sigurðsson - 9
Þórir Ólafsson - 7
Alexander Petersson - 5
Snorri Steinn Guðjónsson - 4 / 1
Vignir Svavarsson - 3
Róbert Gunnarsson - 1
Arnór Atlason - 1
Sverre Jakobsson - 1
Sigurbergur Sveinsson - 1
Aron Pálmarsson - 1
Ásgeir Örn Hallgrímsson - 1
Ingimundur Ingimundarson - 1
Kári Kristján Kristjánsson - 1
Mörk 4 / 3 - Yoshiaki Nomura
4 - Tetsuya Kadoyama
3 - Kyosuke Tomita
3 - Hozu Higashinagahama
3 - Shus Higashinagahama
2 - Daisuke Miyazaki
1 - Makoto Suematsu
1 - Kenji Toyoda
1 - Hideyuki Murakami
Hreiðar Levy Guðmundsson - 13
Björgvin Páll Gústavsson - 7
Varin skot 3 - Masayuki Matsumura
3 - Akihito Kai

14 Mín

Brottvísanir

0 Mín

mín.
60 Leik lokið
- Þessi góður sigur gerir að verkum að íslenska liðið á sæti í milliriðli næsta víst.
60 Japan (Japan) skýtur framhjá
60 36 : 22 - Vignir Svavarsson (Ísland) skoraði mark
60 Hreiðar Levy Guðmundsson (Ísland) varði skot
59 35 : 22 - Þórir Ólafsson (Ísland) skoraði mark
58 Hreiðar Levy Guðmundsson (Ísland) varði skot
- íslenska liðið fær boltann.
58 34 : 22 - Arnór Atlason (Ísland) skoraði mark
- fyrsta mark hans í leiknum og það af línu.
58 33 : 22 - Hozu Higashinagahama (Japan) skoraði mark
57 Ísland (Ísland) fékk 2 mínútur
- Guðmundur þjálfari dæmdur til tveggja mínútna refsingar fyrir mótmæli. Kári fer af leikvelli.
57 Ísland tapar boltanum
- skref.
57 33 : 21 - Hozu Higashinagahama (Japan) skoraði mark
56 Ísland tapar boltanum
- enn tekst Kára ekki að grípa boltann á línunni.
55 33 : 20 - Yoshiaki Nomura (Japan) skorar úr víti
55 Hreiðar Levy Guðmundsson (Ísland) varði skot
- en Japanir fá víti. Aftur er boltanum kastað í andlit Hreiðars.
54 33 : 19 - Vignir Svavarsson (Ísland) skoraði mark
54 Hreiðar Levy Guðmundsson (Ísland) varði skot
54 Japan tekur leikhlé
54 32 : 19 - Snorri Steinn Guðjónsson (Ísland) skoraði mark
- úr vinstra horni eftir hraðaupphlaup.
54 Hreiðar Levy Guðmundsson (Ísland) varði skot
53 31 : 19 - Vignir Svavarsson (Ísland) skoraði mark
53 Hidenori Kishigawa (Japan) skýtur framhjá
52 Ásgeir Örn Hallgrímsson (Ísland) skýtur framhjá
51 Hreiðar Levy Guðmundsson (Ísland) varði skot
- sá hefur aldeilis varið vel í síðari hálfleik og þannig fylgt eftir góðum leik síðustu 10 mínúturnar gegn Brasilíu.
50 Ísland tapar boltanum
50 Toru Takeda (Japan) skýtur framhjá
50 Sigurbergur Sveinsson (Ísland) skýtur framhjá
49 30 : 19 - Yoshiaki Nomura (Japan) skorar úr víti
49 Kári Kristján Kristjánsson (Ísland) fékk 2 mínútur
49 30 : 18 - Guðjón Valur Sigurðsson (Ísland) skoraði mark
- af línunni.
48 29 : 18 - Daisuke Miyazaki (Japan) skoraði mark
47 29 : 17 - Guðjón Valur Sigurðsson (Ísland) skoraði mark
- eftir hraðaupphlaup.
47 Japan tapar boltanum
- Aron komst inn í sendingu.
46 Hreiðar Levy Guðmundsson (Ísland) varði skot
- en Japanir ná frákastinu.
46 Vignir Svavarsson (Ísland) fékk 2 mínútur
- fyrir litlar sakir.
46 28 : 17 - Guðjón Valur Sigurðsson (Ísland) skoraði mark
46 Hreiðar Levy Guðmundsson (Ísland) varði skot
45 27 : 17 - Aron Pálmarsson (Ísland) skoraði mark
45 Japan tapar boltanum
44 Masayuki Matsumura (Japan) varði skot
frá Alexander.
44 26 : 17 - Tetsuya Kadoyama (Japan) skoraði mark
43 Ísland tapar boltanum
43 Japan tapar boltanum
43 Masayuki Matsumura (Japan) varði skot
- frá Guðjóni Val.
43 Hreiðar Levy Guðmundsson (Ísland) varði skot
- fékk boltann í andlitið en er fljótur að jafna sig.
43 26 : 16 - Sigurbergur Sveinsson (Ísland) skoraði mark
- vel gert eftir gegnumbrot. Fyrsta mark Sigurbergs á HM.
42 25 : 16 - Yoshiaki Nomura (Japan) skorar úr víti
42 Aron Pálmarsson (Ísland) fékk 2 mínútur
42 Japan (Japan) fiskar víti
41 Kári Kristján Kristjánsson (Ísland) skýtur framhjá
- nú lætur hann verja frá sér.
41 25 : 15 - Kyosuke Tomita (Japan) skoraði mark
40 Kári Kristján Kristjánsson (Ísland) skýtur framhjá
- kæruleysislega gert hjá Kára.
40 25 : 14 - Tetsuya Kadoyama (Japan) skoraði mark
39 Ísland tapar boltanum
- fótur.
39 Japan tapar boltanum
38 Ísland tapar boltanum
- lína á Kára.
38 25 : 13 - Yoshiaki Nomura (Japan) skoraði mark
38 Vignir Svavarsson (Ísland) skýtur framhjá
- í stöng, réttara sagt.
37 Hreiðar Levy Guðmundsson (Ísland) varði skot
37 25 : 12 - Kári Kristján Kristjánsson (Ísland) skoraði mark
- fyrsta mark hans á HM.
36 Hozu Higashinagahama (Japan) skýtur framhjá
36 Ísland tapar boltanum
36 24 : 12 - Kyosuke Tomita (Japan) skoraði mark
35 Masayuki Matsumura (Japan) varði skot
34 Hozu Higashinagahama (Japan) brennir af víti
- Hreiðar Levy varði og kastar sér á eftir boltanum.
34 Sverre Jakobsson (Ísland) fékk 2 mínútur
34 Makoto Suematsu (Japan) fiskar víti
34 Hreiðar Levy Guðmundsson (Ísland) varði skot
35 24 : 11 - Alexander Petersson (Ísland) skoraði mark
34 Hreiðar Levy Guðmundsson (Ísland) varði skot
- varði vítakst. Íslenska liðið fær boltann og hefur sókn.
34 Japan (Japan) fiskar víti
33 Ísland tapar boltanum
- grípur ekki sendingu.
33 23 : 11 - Hozu Higashinagahama (Japan) skoraði mark
33 Ísland tapar boltanum
- slakt skot.
32 23 : 10 - Makoto Suematsu (Japan) skoraði mark
32 23 : 9 - Alexander Petersson (Ísland) skoraði mark
31 22 : 9 - Tetsuya Kadoyama (Japan) skoraði mark
31 Hreiðar Levy Guðmundsson (Ísland) varði skot
- hefur skipt við Björgvin.
31 Textalýsing
síðari hálfleikur hafinn.
30 Hálfleikur
- frábær fyrri hálfleikur hjá íslenska landsliðinu. Það lék vörnina framarlega og drap niður allan takt í sóknarleik Japana. Þá hefur sóknarleikurinn verið hraður með miklum innleysingum inn á línu. Einnig hefur íslenska liðið skorað nærri helming marka sinna í fyrri hálfleik eftir hraðaupphlaup.
30 Björgvin Páll Gústavsson (Ísland) varði skot
30 22 : 8 - Guðjón Valur Sigurðsson (Ísland) skoraði mark
- eftir hraðaupphlaup.
30 Japan tapar boltanum
30 Ísland tapar boltanum
- ólögleg blokk.
29 Japan tapar boltanum
- sending rataði ekki á samherja. Íslendingar fá boltann og stilla upp í yfirvegaða sókn.
28 21 : 8 - Ingimundur Ingimundarson (Ísland) skoraði mark
- eftir hraðaupphlaup.
28 Japan tapar boltanum
- leikleysa.
28 Björgvin Páll Gústavsson (Ísland) varði skot
- en Japönum dæmt aukakast.
28 20 : 8 - Þórir Ólafsson (Ísland) skoraði mark
- eftir hraðaupphlaup.
28 Björgvin Páll Gústavsson (Ísland) varði skot
27 19 : 8 - Alexander Petersson (Ísland) skoraði mark
27 Kenji Toyoda (Japan) skýtur framhjá
26 18 : 8 - Þórir Ólafsson (Ísland) skoraði mark
26 17 : 8 - Tetsuya Kadoyama (Japan) skoraði mark
26 Ísland tapar boltanum
26 Japan tapar boltanum
25 Ásgeir Örn Hallgrímsson (Ísland) fékk 2 mínútur
24 Ísland tapar boltanum
23 Akihito Kai (Japan) varði skot
- frá Aroni en íslenska liðið heldur boltnaum. Einn Japana fær gult spjald, náði ekki nafni hans, fyrirgefið.
22 17 : 7 - Hideyuki Murakami (Japan) skoraði mark
22 Ísland tapar boltanum
22 Björgvin Páll Gústavsson (Ísland) varði skot
- fjórða skotið sem hann ver.
21 17 : 6 - Snorri Steinn Guðjónsson (Ísland) skorar úr víti
21 Róbert Gunnarsson (Ísland) fiskar víti
21 Japan tapar boltanum
- skref.
21 Ísland tapar boltanum
20 Japan tapar boltanum
- lína.
20 16 : 6 - Þórir Ólafsson (Ísland) skoraði mark
- eftir hraðaupphlaup.
20 Japan tapar boltanum
- strax!
20 Akihito Kai (Japan) varði skot
19 15 : 6 - Shus Higashinagahama (Japan) skoraði mark
18 15 : 5 - Ásgeir Örn Hallgrímsson (Ísland) skoraði mark
- gegnumbrot, vasklega gert.
18 14 : 5 - Kyosuke Tomita (Japan) skoraði mark
18 Snorri Steinn Guðjónsson (Ísland) skýtur framhjá
17 Japan tapar boltanum
17 Arnór Atlason (Ísland) skýtur framhjá
17 Þórir Ólafsson (Ísland) fékk 2 mínútur
17 14 : 4 - Shus Higashinagahama (Japan) skoraði mark
16 14 : 3 - Þórir Ólafsson (Ísland) skoraði mark
15 13 : 3 - Shus Higashinagahama (Japan) skoraði mark
14 13 : 2 - Snorri Steinn Guðjónsson (Ísland) skoraði mark
13 Textalýsing
Þórir fiskar boltann af Japönum að þessu sinni. Ásgeir Örn leysir Alexander af.
13 Akihito Kai (Japan) varði skot
- frá Arnóri.
12 12 : 2 - Sverre Jakobsson (Ísland) skoraði mark
- eftir hraðaupphlaup. Sverre af öllum mönnum. Hans fyrsta mark á HM.
12 Textalýsing
- fiskar boltann af Japönum.
12 11 : 2 - Þórir Ólafsson (Ísland) skoraði mark
- eftir hraðaupphlaup.
12 Japan tapar boltanum
12 10 : 2 - Guðjón Valur Sigurðsson (Ísland) skoraði mark
- eftir hraðaupphlaup.
12 Japan tapar boltanum
11 Japan tekur leikhlé
- enda stendur ekki steinn yfir steini hjá þeim.
11 9 : 2 - Guðjón Valur Sigurðsson (Ísland) skoraði mark
-eftir hraðaupphlaup. Stórkostleg byrjun hjá íslenska landsliðinu. Menn leika við hvern sinn fingur.
11 Kyosuke Tomita (Japan) skýtur framhjá
- skýtur úr slá úr opnu færi af línu.
10 8 : 2 - Róbert Gunnarsson (Ísland) skoraði mark
- náði frákastinu eftir að skot Alexanders fór í stöng.
9 Textalýsing
-bregst bogalistinn í vítakasti, boltinn í stöng og íslenska liðið fær boltann.
9 Masayuki Matsumura (Japan) fiskar víti
9 7 : 2 - Alexander Petersson (Ísland) skoraði mark
8 Björgvin Páll Gústavsson (Ísland) varði skot
- kastaði sér á eftir boltanum eins og köttur eftir að vinstri hornamaður Japans reyndi að "skrúfa" boltann fram hjá honum.
8 6 : 2 - Guðjón Valur Sigurðsson (Ísland) skoraði mark
- hraðaupphlaup.
7 Japan tapar boltanum
- töf.
7 Textalýsing
Vörn Íslands er einnig framarlega, ekki síst bakverðirnir.
7 5 : 2 - Þórir Ólafsson (Ísland) skoraði mark
6 Katsuyuki Shinouchi (Japan) skýtur framhjá
- Ísland fær boltann.
5 Ísland tapar boltanum
- skref.
5 Japan tapar boltanum
- ruðningur.
4 Ísland tapar boltanum
- skref
4 Björgvin Páll Gústavsson (Ísland) varði skot
- varði vítakst, vel gert.
4 Kyosuke Tomita (Japan) fiskar víti
3 4 : 2 - Guðjón Valur Sigurðsson (Ísland) skoraði mark
- úr horninu. Hraðinn er mikill í leiknum, púff.
3 3 : 2 - Kenji Toyoda (Japan) skoraði mark
3 3 : 1 - Snorri Steinn Guðjónsson (Ísland) skoraði mark
2 Textalýsing
Japanir mæta mjög framarlega í vörninni, alveg fram á 12 til 13 metra.
2 2 : 1 - Daisuke Miyazaki (Japan) skoraði mark
2 2 : 0 - Alexander Petersson (Ísland) skoraði mark
2 Björgvin Páll Gústavsson (Ísland) varði skot
1 1 : 0 - Guðjón Valur Sigurðsson (Ísland) skoraði mark
1 Textalýsing
Leikurinn er hafinn.
0 Textalýsing
Byrjunarlið Íslands: Þórir, Alexander, Snorri Steinn, Arnór, Guðjón Valur, Róbert og Björgvin í markinu. Ísland byrjar með boltann í sókn.
0 Textalýsing
Ólafur Stefánsson verður ekki í byrjunarliðinu, en hann verður til taks á varamannabekknum.
0 Textalýsing
Gott kvöld og verið velkomin í beina textalýsingu frá viðureign Íslands og Noregs á heimsmeistaramótinu í handknattleik karla. Nú er verið að leika þjóðsöngva þjóðanna í íþróttahöllinni í Linköping. Þetta er fyrsti leikur Íslands í þessari keppnishöll. Tveir fyrstu leikirnir fór fram í Norrköping, sem er skammt frá Linköping.
0 Textalýsing
Síðast mættust Íslendingar og Japanir á HM í Kumamoto 1997. Þá vann íslenska liðið, 24:20.
0 Textalýsing
Japan tapaði fyrir Noregi, 29:35, í fyrsta leik sínum en sigraði síðan Austurríki, 33:30.
0 Textalýsing
Ísland vann Ungverjaland, 32:26, í fyrsta leik sínum og síðan Brasilíu, 34:26.
Sjá meira
Sjá allt
Dómarar:

Gangur leiksins: 4:2, 8:2, 13:3, 16:6, 17:7, 22:8, 24:11, 25:14, 27:17, 30:19, 33:20, 36:22.

Lýsandi:

Völlur: Cloetta Center

Ísland: (M). .

Japan: (M). .

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert