Anja Andersen, ein besta handboltakonan í heimi í gegnum tíðina, hefur mikla trú á að Danir fari alla leið og hampi heimsmeistaratitlinum í handknattleik karla en Danir hafa unnið alla þrjá leiki sína á mótinu.
Andersen hefur hrifist mjög af leik Dana á mótinu undir stjórn Ulrik Wilbek en sjálf lék hún undir hans stjórn með danska kvennalandsliðinu.
,,Ég hef trú á því að Danir geti farið alla leið. Það eru miklir hæfileikar í liðinu og það er alveg ljóst að Ulrik hefur búið til öfluga liðsheild,“ segir Andersen við tv2.dk.
Danir unnu í gærkvöld góðan sigur á Serbum og á fimmtudagskvöld kvöld etja þeir kappi við Króata sem eru með 6 stig eins og Danir. Fyrst leika þeir þó við Alsír annað kvöld.