Grínast með Íslendinga

Íslendingar fagna eftir sigurinn gegn Austuríkismönnum í fyrrakvöld.
Íslendingar fagna eftir sigurinn gegn Austuríkismönnum í fyrrakvöld. Reuters

Bjarte Myr­hol línumaður­inn frá­bæri í norska landsliðinu í hand­knatt­leik var al­var­leg­ur á svip þegar hann tjáði norsk­um blaðamönn­um að skýr­ing­in á góðu gengi Íslend­inga á hand­bolta­vell­in­um sé sú að landsliðsmenn Íslands séu sótt­ir á eyju sem er rétt við Ísland þar sem íbú­ar eru 3 millj­ón­ir.

Myr­hol bætti svo við að eft­ir um­fangs­mikla rann­sókn hafi Norðmenn kom­ist að því að þessi eyja sé ekki til nema í ein­hverj­um æv­in­týra­heimi hand­bolt­ans.

Norðmenn mæta Íslend­ing­um í afar mik­il­væg­um leik á HM í Svíþjóð í kvöld og Myr­hol mun ef­laust leika stórt hlut­verk með norska liðinu en hann er tal­inn vera einn besti línumaður í heimi.

Myr­hol er liðsmaður þýska liðsins Rhein-Neckar Löwen. Hann leik­ur þar und­ir stjórn Guðmund­ar Guðmunds­son­ar landsliðsþjálf­ara og spil­ar með Ólafi Stef­áns­syni, Guðjóni Vali Sig­urðssyni og Ró­berti Gunn­ars­syni. Ann­ar leikmaður norska landsliðsins spil­ar einnig með Löwen en það er varn­ar­jaxl­inn Bor­ge Lund.

,,Guðmund­ur er sér­fræðing­ur í að greina leik and­stæðing­anna á vi­d­eói. Hann hef­ur ör­ugg­lega farið ræki­lega yfir leik­ina okk­ar fjóra á HM og hann legg­ur síðan lín­urn­ar fyr­ir sína menn eft­ir því,“ seg­ir Myr­hol við Af­ten­posten.

Bor­ge Lund seg­ir að Íslend­ing­ar séu mjög sér­stak­ir.

,,Ég vil nú ekki segja að þeir séu klikkaðir en í það minnsta eru þeir mjög sér­stak­ir. Síðustu 10-15 árin hafa þeir náð að koma liði sínu í fremstu röð og á tíma­bili áttu þeir flesta leik­menn í þýsku Bundeslig­unni. Þetta hef­ur orðið til að efla landslið þeirra,“ seg­ir Lund.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Staða og úrslit

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 3 3 0 0 6:2 4 9
2 Noregur 3 1 1 1 2:2 0 4
3 Ísland 3 0 2 1 2:3 -1 2
4 Sviss 3 0 1 2 1:4 -3 1
04.04 Sviss 0:2 Frakkland
04.04 Ísland 0:0 Noregur
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Staða og úrslit

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 3 3 0 0 6:2 4 9
2 Noregur 3 1 1 1 2:2 0 4
3 Ísland 3 0 2 1 2:3 -1 2
4 Sviss 3 0 1 2 1:4 -3 1
04.04 Sviss 0:2 Frakkland
04.04 Ísland 0:0 Noregur
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert