Glöggir sjónvarpsáhorfendur tóku eftir miður skemmtilegum fyrirmælum Roberts Hedins, þjálfara norska landsliðsins í handknattleik, í einu af leikhléunum í viðureign Íslands og Noregs á HM í Linköping í kvöld.
Hedin hafði aðeins eina fyrirskipun fram að færa til sinna manna: "Berjið Alexander Petersson," voru skilaboðin sem þeir voru sendir með inná völlinn.