Mikið í húfi í Linköping

Guðmundur Þ. Guðmundsson og hans menn hafa unnið fyrstu fjóra …
Guðmundur Þ. Guðmundsson og hans menn hafa unnið fyrstu fjóra leikina á HM. mbl.is/Golli

Lokaumferð riðlakeppni heimsmeistaramótsins í handknattleik fer fram í dag og í kvöld. Leikirnir skipta þátttökuþjóðirnar misjafnlega miklu máli.

Línur eru orðnar nokkuð skýrar hvaða þjóðir komast áfram í milliriðla, tólf bestu liðanna, og hverjir halda áfram í keppnina um forsetabikarinn. Um Forsetabikarinn keppa þær tólf þjóðir sem eru þremur neðstu sætum hvers riðils. Sú keppni skiptir okkur Íslendinga ekki neinu máli að þessu sinni nema að við berum einhvern sérstakan hlýhug til þeirra þjóða eða landsliða sem þar taka þátt.

Síðasti leikur íslenska landsliðsins í B-riðli, við Norðmenn í Linköping í kvöld, skiptir báða aðila leiksins miklu máli. Ljóst er að Íslendingar, Norðmenn og Ungverjar halda áfram í milliriðla. Þjóðirnar hafa þegar tryggt sér þrjú efstu sætin í B-riðli. Vegna þess að Íslendingar, Norðmenn og Ungverjar taka stigin úr innbyrðisleikjum með sér áfram í milliriðlakeppnina hefur leikurinn í kvöld mikið vægi. Íslenska liðið hefur þegar tvö stig eftir sigur á Ungverjum, Norðmenn eru án stiga eftir tap fyrir Ungverjum sem hafa aftur á móti tvö stig í sarpi sínum fyrir sigur á Noregi sl. laugardag.

Nánar er fjallað um stöðu mála fyrir leikinn við Noreg og heimsmeistarakeppnina í Svíþjóð í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert