„Þetta var bara stríð“ (myndskeið)

Hinn hálf norski Sverre Jakobsson tókst harkalega á við Norðmenn í Linköping í kvöld og hafði betur. Ísland sigraði 29:22 með frábærri frammistöðu í síðari hálfleik en að loknum fyrri hálfleik var staðan 12:12. 

Af nógu er að taka fyrir okkur Íslendinga varðandi skemmtilega leiki á HM í Svíþjóð því Ísland vann alla fimm leiki sína í B-riðlinum og byrjar því milliriðilinn með eins góða stöðu og mögulegt er. 

Sverra sagði leikinn hafa verið þann skemmtilegasta hingað til vegna þess hve hraustlega var tekist á og þar voru hann og Ingimundur Ingimundarson í essinu sínu í miðri vörn Íslands.

Sverre með Norðmanninn Borge Lund í fanginu í leiknum í …
Sverre með Norðmanninn Borge Lund í fanginu í leiknum í kvöld. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert