Alexander er drjúgur á HM

Alexander Petersson í baráttu við Norðmanninn Erlend Mamelund.
Alexander Petersson í baráttu við Norðmanninn Erlend Mamelund. Eggert Jóhannesson

Þegar mörk og stoðsendingar eru talin saman er Alexander Petersson í öðru sæti á eftir Norðmanninum Erlend Mamelund á heimsmeistaramótinu í handknattleik en riðlakeppninni lauk í gær.

Mamelund hefur skorað 20 mörk og átt 31 stoðsendingu eða samtals 51 mark/stoðsending. Alexander hefur skorað 29 mörk og hefur átt 21 stoðsendingu eða samanlagt 50 mörk/stoðsending.

Alexander er í 5.-8. sæti yfir markahæstu leikmenn ásamt Guðjóni Vali Sigurðssyni með 29 mörk en Norðmaðurinn Håvard Tvedten er markahæstur með 33 mörk.

Alexander er sá leikmaður sem hefur flestum boltum „stolið“ á HM eða 10 talsins sem þýðir að hann stelur boltanum að jafnaði tvisvar af mótherjum sínum í hverjum leik.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert