Rekinn af HM fyrir kynferðislega áreitni

Argentína og Chile voru á meðal þátttökuliða í D-riðlinum í …
Argentína og Chile voru á meðal þátttökuliða í D-riðlinum í Gautaborg. Reuters

Einn af dómurunum sem dæmdu í D-riðli heimsmeistarakeppninnar í handknattleik, í Gautaborg, hefur verið rekinn heim, í kjölfar þess að hann var handtekinn fyrir kynferðislega áreitni.

Það var þjónustustúlka á hóteli dómarans í Gautaborg sem tilkynnti að hann hefði berað sig fyrir framan hana. Dómarinn var handtekinn og yfirheyrður en síðan sleppt.

IHF, Alþjóða handknattleikssambandið, tilkynnti síðan fyrir stundu á vef sínum að framkvæmdastjórn þess hefði umsvifalaust sett umræddan dómara í  bann frá frekari þátttöku í yfirstandandi heimsmeistarakeppni.

Þar kemur fram að IHF hafi óskað eftir formlegri skýrslu um atvikið frá yfirvöldum í Gautaborg, og frekari aðgerðir í málinu bíði þar til slíkt liggur fyrir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert