Það verða Slóvenarnir Nenad Krstic og Peter Ljubic sem dæma leik Íslendinga og Spánverja í 2. umferð milliriðils á heimsmeistaramótinu í handknattleik en flautað verður til leiks í Jönköping klukkan 15.00. Þessir sömu dómarar dæmdu viðureign Íslendinga og Spánverja í undanúrslitunum á Ólympíuleikunum í Peking þar sem Íslendingar hrósuðu sigri, 36:30
Íslendingar verða að leggja Spánverja að velli til að eiga möguleika á að komast í undanúrslit mótsins. Íslendingar hafa 4 stig í milliriðlinum en Spánverjar og Frakkar eru með 5 stig. Frakkar eiga í höggi við Norðmenn í dag og mæta Íslendingum á morgun en þá etja Spánverjar kappi við Ungverja.