Þrátt fyrir að íslenska landsliðið í handknattleik hafi aðeins tapað einum af fyrstu sex leikjum sínum á heimsmeistaramótinu í Svíþjóð stendur liðið engu að síður frammi fyrir mjög erfiðri leið til að komast í undanúrslit mótsins. Ísland þarf á þremur stigum að halda gegn Spánverjum og Frökkum í síðustu tveimur leikjum sínum í milliriðlinum til þess að eiga möguleika á því að spila um verðlaun líkt og liðið hefur gert á síðustu tveimur stórmótum sem það hefur tekið þátt í.