Ungverjar lögðu Þjóðverja á HM

Holger Glandorf reynir marskot í leiknum gegn Þjóðverjum.
Holger Glandorf reynir marskot í leiknum gegn Þjóðverjum. Reuters

Ungverjar gerðu sér lítið fyrir og lögðu Þjóðverja, 27:25, í milliriðli 1 á heimsmeistaramótinu í handknattleik en leik þjóðanna var að ljúka í Jönköping.

Þessi úrslit þýða að Íslendingar eru enn í þriðja sæti á eftir Spánverjum og Frökkum í riðlinum en þau þýða einnig að Ísland getur endað í fimmta sæti í riðlinum og þar með yrði Ólympíudraumurinn að engu.

Frakkar og Norðmenn mætast í síðasta leik dagsins klukkan 19.30.  Með sigri tryggja Frakkar sér sæti í undanúrslitunum ásamt Spánverjum en farið svo að Frakkar tapi eða geri jafntefli í kvöld og tapi gegn Íslendingum annað kvöld fylgja Íslendingar liði Spánverja áfram í undanúrslitin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert