Íslendingar eru öruggir um að leika í forkeppni Ólympíuleikanna. Það varð ljóst eftir sigur Spánverja á Ungverjum, 30:24 í milliriðlinum í kvöld og leika Íslendingar gegn Króötum um 5. sætið á HM á föstudaginn.
Ísland getur því jafnað besta árangur sinn á HM frá upphafi en liðið náði áður 5. sætinu á HM í Kumamoto árið 1997.
Íslendingar etja kappi við Frakka í kvöld og skipta úrslitin í þeim leik engu máli því Íslendingar eru öryggir um að enda í þriðja sæti milliriðilsins á eftir Frökkum og Spánverjum.
Króatar tryggðu sér þriðja sætið í milliriðli 2 eftir sigur á Pólverjum, 28:24, og þeir etja þar með kappi við Íslendinga um 5. sætið eins og áður segir.