Karabatic: Íslendingar leggja sig ávallt fram

Nikola Karabatic sækir að íslensku vörninni í leiknum í Jönköping …
Nikola Karabatic sækir að íslensku vörninni í leiknum í Jönköping í kvöld. mbl.is/Golli

Leikstjórnandi Frakka, Nikola Karabatic, sagði að leiknum loknum gegn Íslendingum í Jönköping í kvöld að Frakkar hafi lagt mikið upp úr því að vinna leikinn því þeir hafi ekki viljað missa taktinn rétt fyrir undanúrslit mótsins.

Frakkar eru ríkjandi heimsmeistarar og Karabatic er af mörgum talinn besti leikmaður heims en hann leikur með Montpellier í Frakklandi. 

„Við höfum mætt íslenska liðinu á undanförnum stórmótum og vitum að það er ekki auðvelt að spila á móti því. Við vissum að Íslendingar höfðu ekki að neinu að keppa að þessu sinni en vorum vissir um að þeir myndu gefa 100% í leikinn vegna þess að leikmenn íslenska liðsins eru miklir atvinnumenn og leggja sig ávallt fram fyrir land og þjóð. Við vildum vinna þennan leik vegna þess að við vildum ekki missa taktinn og halda inn í undanúrslit eftir tapleik. Þess vegna vildum við halda áfram þeirri góðu spilamennsku sem við höfum sýnt í mótinu og það var okkur mikilvægt,“ sagði Karabatic við fjölmiðlamenn að leiknum loknum. 

Ásgeir Örn og Guðjón Valur reyna að stöðva Karabatic í …
Ásgeir Örn og Guðjón Valur reyna að stöðva Karabatic í leiknum í Jönköping í kvöld. mbl.is/Golli
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert