Eins marks sigur Króata

Ólafur Stefánsson stekkur upp fyrir framan vörn Króata.
Ólafur Stefánsson stekkur upp fyrir framan vörn Króata. mbl.is/Golli

Króatar sigruðu Íslendinga, 34:33, í úrslitaleiknum um 5. sætið í heimsmeistarakeppni karla í handknattleik sem fram fór í Malmö í Svíþjóð í kvöld.

Íslenska liðið var yfir í hálfleik, 16:14, eftir frábæran endasprett þar sem það sneri stöðunni úr 8:13 á átta mínútna kafla. Leikurinn var síðan í járnum lengi vel en Króatar komust síðan í 33:27 seint í leiknum. Ísland skoraði sex mörk gegn einu á lokakaflanum og fékk boltann 7 sekúndum fyrir leikslok. Ekki náðist nógu gott skot í lokin og Króatar fögnuðu sigri.

Fimmta sætið gefur sæti í mun hagstæðari riðli í forkeppni Ólympíuleikanna 2012 en sjötta sætið.

Mörk Íslands: Guðjón Valur Sigurðsson 10, Snorri Steinn Guðjónsson 7, Alexander Petersson 6, Ólafur Stefánsson 5, Arnór Atlason 2, Róbert Gunnarsson 1, Vignir Svavarsson 1, Ásgeir Örn Hallgrímsson 1.

Mörk Króatíu: Denis Buntic 9, Vedran Zrnic 7, Drago Vukovic 7, Domagoj Duvnjak 6, Igor Vori 2, Vedran Mataija 1, Marko Kopljar 1, Manuel Strlek 1.

Róbert Gunnarsson í hörðum slag í leiknum í kvöld.
Róbert Gunnarsson í hörðum slag í leiknum í kvöld. mbl.is/Golli
Aron Pálmarsson skýtur að marki Króata.
Aron Pálmarsson skýtur að marki Króata. mbl.is/Golli
Arnór Atlason og Björgvin Páll Gústavsson hita upp fyrir leikinn …
Arnór Atlason og Björgvin Páll Gústavsson hita upp fyrir leikinn í kvöld. mbl.is/Golli
Sverre Jakobsson ræðir við kunningja í króatíska liðinu fyrir leikinn …
Sverre Jakobsson ræðir við kunningja í króatíska liðinu fyrir leikinn í kvöld. mbl.is/Golli
Ólafur Stefánsson hitar upp í Malmö-Arena.
Ólafur Stefánsson hitar upp í Malmö-Arena. mbl.is/Golli
Guðmundur Þ. Guðmundsson og Einar Þorvarðarson fyrir leikinn í Malmö …
Guðmundur Þ. Guðmundsson og Einar Þorvarðarson fyrir leikinn í Malmö í kvöld. mbl.is/Golli
Þórir Ólafsson og Aron Pálmarsson hita upp.
Þórir Ólafsson og Aron Pálmarsson hita upp. mbl.is/Golli
Ísland 33:34 Króatía opna loka
60. mín. Leik lokið Ísland fær boltann 7 sekúndum fyrir leikslok þegar dæmdur er ruðningur á Króata. Síðasta skotið næst ekki úr nógu góðu færi, Guðjón Valur skýtur yfir og sigurinn er Króata. Þeir ná fimmta sætinu en Íslendingar verða að gera sér sjötta sætið að góðu. Íslendingar töpuðu fjórum síðustu leikjum sínum á mótinu eftir að hafa unnið fimm fyrstu leikina.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka