Stór dagur í sænskum íþróttum

Tobias Karlsson og samherjar hans fagna sigri gegn Serbum.
Tobias Karlsson og samherjar hans fagna sigri gegn Serbum. RADU SIGHETI

Sænsku blöðin slá ekki slöku við í umfjöllun sinni um sænska landsliðið í dag. Svíar spila síðar í dag í undanúrslitum í Malmö á HM í handbolta og mæta þar ríkjandi heimsmeisturum Frökkum.

Þó langflestir handboltaspekingar telji að Frakkarnir séu mun sigurstranglegri þá eru Svíarnir nokkuð brattir.

Aftonbladet óskar eftir sögulegri frammistöðu gegn heimsmeisturunum og biður sænsku landsliðsmennina á forsíðu sinni um að færa þjóðinni einn klassískan eins og það er orðað.

Expressen eyðir einnig mörgum síðum í að hita upp fyrir leikinn. Þar segir að um sé að ræða stóran dag í sænskum íþróttum. Þar er birt mynd af fyrirliðanum Tobias Karlsson yfir heila blaðsíðu þar sem hann er beðinn um að leiða lið sitt. Expressen eyðir einnig púðri í Frakkana og birtir á einni síðu nokkrar ljósmyndir sem sýna eitt af leikkerfum Frakka. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka