Tókst ekki að leggja upp síðustu sóknina

Guðjón Valur Sigurðsson og Hreiðar Levy Guðmundsson voru báðir óhressir með slæman kafla íslenska liðsins í seinni hálfleiknum gegn Króötum í kvöld þegar mbl.is ræddi við þá og töldu hann hafa ráðið úrslitum. 

„Það sem braut okkur niður var að fá okkur 16 mörk á fyrstu 20 mínútunum í seinni hálfleik, sem er ekki ásættanlegt," sagði Guðjón Valur.

Aðspurður sagði Guðjón Valur að ekki hefði náðst að leggja upp neitt plan fyrir síðustu sóknina. Aroni Pálmarssyni hefði bara verið fleygt inná sem sjöunda útspilara en ekki hefði náðst að vinna úr því sem skyldi á síðustu sjö sekúndunum.

„Þeir keyrðu bara yfir okkur á tímabili. Þetta er bara svekkjandi," sagði Hreiðar Levy.

Guðjón Valur Sigurðsson skorar eitt 10 marka sinna í kvöld.
Guðjón Valur Sigurðsson skorar eitt 10 marka sinna í kvöld. mbl.is/Golli
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert