"Við munum þetta næst"

Hans Lindberg er ekki vinsælasti maðurinn á Spáni um þessar …
Hans Lindberg er ekki vinsælasti maðurinn á Spáni um þessar mundir. Reuters

Danski hornamaðurinn Hans Lindberg sem leikur með landsliðinu á heimsmeistaramótinu í Svíþjóð er ekki vinsælasti leikmaðurinn á meðal spænskra handknattleiksleikmanna og aðdáenda þeirra. Danmörk vann Spán í gær 28:24 og tryggði sér með því sæti í úrslitaleiknum gegn Frökkum.

Það er ekki bara tapið sem Spánverjar eru svekktir með heldur einnig framkoma Hans Lindberg á lokasekúndum leiksins. Þá var staðan 27:24 og úrslit leiksins ráðinn. Hans Lindberg fór inn úr horninu og jók á niðurlægingu spænska liðsins með afbrigðilegu skoti. Stælar myndu einhverjir segja, flottir taktar fyrir áhorfendur myndu aðrir segja. Hvort heldur sem er voru spænskir ekki sáttir.

„Við vorum búnir að óska danska liðinu til hamingju með úrslitin. Þá kom Lindberg og gerði þetta. Það er ekki eðlilegt af atvinnumanni að gera svona lagað. Hann er greinilega ekki með stóran heila. Við gleymum ekki svona löguðu á Spáni. Við skrifum þetta í bókina og munum þetta næst,“ sagði Iker Romero leikmaður Spánar, allt annað en sáttur með Lindberg. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert