„Lærðu ekki af mistökum sínum“

Ólafur Stefánsson stekkur upp fyrir framan vörn Króata.
Ólafur Stefánsson stekkur upp fyrir framan vörn Króata. mbl.is/Golli

Morgunblaðið leitaði álits þriggja erlendra sérfræðinga á frammistöðu íslenska landsliðsins á HM í handbolta. Um er að ræða þá Ljubomir Vranjes, fyrrum leikstjórnanda sænska landsliðsins, Daniel Costantini, fyrrum landsliðsþjálfara Frakka og Stefan Kretzschmar sem lék um árabil með þýska landsliðinu.

Allir eiga þeir sameiginlegt að hafa fagnað sigri á stórmótum og þeir fylgdust með leikjunum í milliriðli okkar Íslendinga í Jönköping.

Svíinn smávaxni, Ljubomir Vranjes, fylgdist með tveimur leikjum Íslands í milliriðlinum sem háður var í Jönköping, gegn Þjóðverjum og Spánverjum.

,,Íslendingar spiluðu ekki vel gegn Þjóðverjum og voru í vandræðum bæði í vörn og sókn. Þjóðverjarnir nýttu sér það vel að íslenska liðið skyldi skipta tveimur leikmönnum út á milli varnar og sóknar og útfærðu hraðaupphlaup sín vel. Ísland átti heldur ekki góðan leik á móti Spánverjum. Ég varð fyrir miklum vonbrigðum með íslenska liðið í þeim leik og þá sérstaklega spilamennsku liðsins fyrstu 20 mínúturnar. Íslendingarnir lærðu ekki af mistökum sínum í leiknum gegn Þjóðverjum og gerðu sömu mistök á móti Spáni og þeir gerðu gegn Þýskalandi tveimur dögum áður. 

Nánar er rætt við Vranjes í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert