Aron valdi 17 leikmenn

Aron Kristjánsson ræðir við leikmenn sína.
Aron Kristjánsson ræðir við leikmenn sína. mbl.is/Ómar

Aron Kristjánsson þjálfari karlalandsliðsins í handknattleik hefur valið 17 leikmanna hóp sem mætir Svíum í vináttulandsleik í Svíþjóð á þriðjudaginn.

Leikurinn við Svía verður síðasti leikur landsliðsins fyrir HM sem hefst á Spáni á föstudaginn en fyrsti leikur Íslendinga á mótinu verður gegn Rússum á laugardaginn.

Hópurinn er þannig skipaður:

Markmenn:
Aron Rafn Eðvarðsson, Haukar
Björgvin Páll Gústavsson, Magdeburg
Hreiðar Levý Guðmundsson, Nötteröy

Aðrir leikmenn:
Arnór Þór Gunnarsson, Bergischer
Aron Pálmarsson, THW Kiel
Ásgeir Örn Hallgrímsson, Paris Handball
Fannar Friðgeirsson, Wetzlar
Guðjón Valur Sigurðsson, THW Kiel
Kári Kristján Kristjánsson, HSG Wetzlar
Ólafur Andrés Guðmundsson, Kristianstad
Ólafur Gústafsson, SG Flensburg-Handewitt
Róbert Gunnarsson, Paris Handball
Snorri Steinn Guðjónsson, GOG
Stefán Rafn Sigurmannsson, Rhein-Neckar Löwen
Sverre Andreas Jakobsson, TV Grosswallstadt
Vignir Svavarsson, GWD Minden
Þórir Ólafsson, KS Vive Targi Kielce

Úr æfingahópnum sem Aron valdi fyrir nokkru detta Daníel Freyr Andrésson, Bjarki Már Elísson og Ernir Hrafn Arnarson. Ólafur Stefánsson dró sig úr honum og þeir Ólafur Bjarki Ragnarsson og Ingimundur Ingimundarson eiga við meiðsli að stríða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert