Íslendingar lágu fyrir Svíum, 31:29

Aron Pálmarsson er hér að skora gegn Svíum í kvöld.
Aron Pálmarsson er hér að skora gegn Svíum í kvöld. Ljósmynd/Guðmundur Svansson

Íslenska landsliðið í handknattleik tapaði sínum fyrsta leik undir stjórn Arons Kristjánssonar þegar þeir töpuðu fyrir Svíum, 31:29, í vináttulandsleik sem fram fór í Helsingborg í Svíþjóð í kvöld.

Íslendingar höfðu góð tök á leiknum lengst af í fyrri hálfleik og mest náðu þeir sjö marka forskoti, 13:6. Svíar átt hins vegar góðan endasprett undir lok fyrri hálfleiks. Þeir skoruðu fimm síðustu mörkin og í hálfleik hafði Ísland eins marks forystu, 15:14. Í síðari hálfleik voru Svíar skrefinu á undan. Vörnin sem hafði verið sterk nær allan seinni hálfleikinn náði sér ekki á strik og það vantaði meiri baráttu í íslenska liðið.

Aron Pálmarsson var besti leikmaður íslenska liðsins og þá átti Aron Rafn Eðvarðsson góðan leik í markinu. Þetta var síðasti leikur íslenska liðsins fyrir átökin á HM en fyrsti leikur Íslendinga verður gegn Rússum á laugardaginn.

Mörk Íslands: Aron Pálmarsson 9, Guðjón Valur Sigurðsson 5/1, Snorri Steinn Guðjónsson 3, Arnór Þór Gunnarsson 3, Ásgeir Örn Hallgrímsson 2, Þórir Ólafsson 2, Vignir Svavarsson 2, Róbert Gunnarsson 1, Stefán Rafn Sigurmannsson 1, Kári Kristján Kristjánsson 1.
Varin skot: Aron Rafn Eðvarðsson 16. Björgvin Gústavsson 0.

Markahæstir í liði Svía: Nicklas Edberg 8, Daniel Tallander 6.

60. Leiknum er lokið með sigri Svía, 31:29.

60. Svíar taka leikhlé þegar tæp hálf mínúta er eftir af leiknum.

58. Svíar eru að landa sigri. Þeir eru 30:28, yfir. Snorri Steinn var að klikka úr vítakasti.

54. Svíar taka leikhlé í stöðunni, 29:28. Aron Pálmarsson er markahæstur á vellinum með 9 mörk og heilt yfir hefur hann verið besti maður íslenska liðsins.

50. Svíar leiða enn og eru einu marki yfir, 28:27. Vörnin hefur ekki verið góð hjá íslenska liðinu í seinni hálfleik. Björgvin staldraði stutt við í markinu. Hann náði ekki að verja skot og Aron er kominn aftur í markið.

45. Svíar eru tveimur mörkum yfir, 24:22. Björgvin Gústavsson var að koma í markið og fær að sýna sig og sanna síðustu 20 mínútur leiksins. Aron Rafn stóð sig afar vel og ætti að vera öruggur í HM-hópinn. Aron Kristjánsson tekur leikhlé.

40. Íslendingar eru yfir, 19:18. Aron Pálmarsson er markahæstur í íslenska liðinu með 6 mörk. Aron Rafn heldur uppteknum hætti í markinu. Hann er búinn að verja 13 skot.

35. Staðan er, 17:16, þar sem Íslendingar hafa verið manni færri fyrstu mínútur hálfleiksins. Palicka markvörður Svía er hrokkinn í gang.

31. Síðari hálfleikur er hafinn. Íslendingar hefja leikinn manni færri.

30. Staðan í hálfleik er, 15:14, Íslendingum í vil. Lokamínúturnar í fyrri hálfleik voru slæmar hjá íslenska liðinu en Svíar skoruðu 5 síðustu mörk hálfleiksins.
Mörk Íslands: Aron Pálmarsson 4, Guðjón Valur Sigurðsson 3/1, Ásgeir Örn Hallgrímsson 2, Snorri Steinn Guðjónsson 2, Þórir Ólafsson 2, Vignir Svavarsson 1, Róbert Gunnarsson 1. Varin skot: Aron Rafn Eðvarðsson 10.

26. Það stefnir í íslenskan sigur í Helsinborg en staðan er, 15:9. Aron Rafn heldur áfram að verja en hann hefur nú varið 10 skot og þar af nokkur dauðafæri. Hann er góðri leið með að tryggja sér sæti í HM-hópnum.

22. Ísland er með góða stöðu en staðan er, 13:9, eftir að Íslendingar höfðu komist í 13:6. Aron Rafn hefur varið mark Íslendinga af stakri snilld en hann hefur varið 8 skot. Vörnin hefur verið mjög öflug fyrir framan hann.

16. Svíar taka leikhlé í stöðunni, 10:6. Aron Pálmarsson hefur verið mjög ógnandi í sóknarleik íslenska liðsins en hann er markahæstur með 4 mörk og þeir Snorri Steinn og Ásgeir Örn hafa skorað 2 mörk hvor.

15. Íslendingar hafa náð undirtökunum en þeir skoruðu fimm mörk í röð. Staðan eftir stundarfjórðung er, 8:6, Íslandi í vil. Aron Rafn markvörður er búinn að verja 4 skot í íslenska markinu.

10. Staðan er 5:5 eftir að Svíar höfðu komist í 5:3. Aron Pálmarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson hafa skorað 2 mörk hvor. Það hafa verið töluvert um mistök á báða bóga þessar fyrstu mínútur.

5. Ísland er 3:2 yfir. Aron Pálmarsson er búinn að skora tvö af mörkum Íslands.

1. Leikurinn er hafinn. Aron Rafn Eðvarðsson byrjar í marki Íslands í kvöld. Byrjunarliðið í sókninni er þannig: Guðjón Valur, Aron, Snorri, Ásgeir, Þórir, Róbert.

0. Þetta er síðasti undirbúningur íslenska landsliðsins fyrir heimsmeistaramótið á Spáni sem hefst um næstu helgi. Ísland mætir Rússum í fyrsta leik á HM á laugardaginn. Svíar náðu ekki að vinna sér keppnisréttinn á HM.

0. Eftir leikinn mun Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari gera upp hug sinn um það hver af markvörðunum þremur sem eru í hópnum í kvöld fer ekki til Spánar en Björgvin Páll Gústavsson, Hreiðar Levý Guðmundsson og Aron Rafn Eðvarðsson slást um stöðurnar tvær sem eru í boði.

0. Ísland og Svíþjóð áttust síðast við á Ólympíuleikunum í London síðastliðið sumar þar sem Íslendingar höfðu betur, 33:32. Aron Pálmarsson skoraði 9 mörk í þeim leik og Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 7 mörk.

Aron Kristjánsson fylgist með sínum mönnum í kvöld.
Aron Kristjánsson fylgist með sínum mönnum í kvöld. Ljósmynd/Guðmundur Svansson
Frá viðureign Íslendinga og Svía á Ólympíuleikunum í London síðastliðið …
Frá viðureign Íslendinga og Svía á Ólympíuleikunum í London síðastliðið sumar. Guðjón Valur í baráttu við leikmann Svía. mbl.is/Golli.
Sverre Jakobsson í baráttu við sænskan leikmann í viðureign Íslendinga …
Sverre Jakobsson í baráttu við sænskan leikmann í viðureign Íslendinga og Svía á Ólympíuleikunum. Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Snorri Steinn Guðjónsson sækir að sænsku vörninni.
Snorri Steinn Guðjónsson sækir að sænsku vörninni. Ljósmynd/Guðmundur Svansson
Aron Pálmarsson í skotstöðu í leiknum gegn Svíum á Ólympíuleikunum …
Aron Pálmarsson í skotstöðu í leiknum gegn Svíum á Ólympíuleikunum í fyrra. mbl.is/Golli
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka