Íslendingar lágu fyrir Svíum, 31:29

Aron Pálmarsson er hér að skora gegn Svíum í kvöld.
Aron Pálmarsson er hér að skora gegn Svíum í kvöld. Ljósmynd/Guðmundur Svansson

Íslenska landsliðið í hand­knatt­leik tapaði sín­um fyrsta leik und­ir stjórn Arons Kristjáns­son­ar þegar þeir töpuðu fyr­ir Sví­um, 31:29, í vináttu­lands­leik sem fram fór í Hels­ing­borg í Svíþjóð í kvöld.

Íslend­ing­ar höfðu góð tök á leikn­um lengst af í fyrri hálfleik og mest náðu þeir sjö marka for­skoti, 13:6. Sví­ar átt hins veg­ar góðan enda­sprett und­ir lok fyrri hálfleiks. Þeir skoruðu fimm síðustu mörk­in og í hálfleik hafði Ísland eins marks for­ystu, 15:14. Í síðari hálfleik voru Sví­ar skref­inu á und­an. Vörn­in sem hafði verið sterk nær all­an seinni hálfleik­inn náði sér ekki á strik og það vantaði meiri bar­áttu í ís­lenska liðið.

Aron Pálm­ars­son var besti leikmaður ís­lenska liðsins og þá átti Aron Rafn Eðvarðsson góðan leik í mark­inu. Þetta var síðasti leik­ur ís­lenska liðsins fyr­ir átök­in á HM en fyrsti leik­ur Íslend­inga verður gegn Rúss­um á laug­ar­dag­inn.

Mörk Íslands: Aron Pálm­ars­son 9, Guðjón Val­ur Sig­urðsson 5/​1, Snorri Steinn Guðjóns­son 3, Arn­ór Þór Gunn­ars­son 3, Ásgeir Örn Hall­gríms­son 2, Þórir Ólafs­son 2, Vign­ir Svavars­son 2, Ró­bert Gunn­ars­son 1, Stefán Rafn Sig­ur­manns­son 1, Kári Kristján Kristjáns­son 1.
Var­in skot: Aron Rafn Eðvarðsson 16. Björg­vin Gúst­avs­son 0.

Marka­hæst­ir í liði Svía: Nicklas Ed­berg 8, Daniel Talland­er 6.

60. Leikn­um er lokið með sigri Svía, 31:29.

60. Sví­ar taka leik­hlé þegar tæp hálf mín­úta er eft­ir af leikn­um.

58. Sví­ar eru að landa sigri. Þeir eru 30:28, yfir. Snorri Steinn var að klikka úr ví­tak­asti.

54. Sví­ar taka leik­hlé í stöðunni, 29:28. Aron Pálm­ars­son er marka­hæst­ur á vell­in­um með 9 mörk og heilt yfir hef­ur hann verið besti maður ís­lenska liðsins.

50. Sví­ar leiða enn og eru einu marki yfir, 28:27. Vörn­in hef­ur ekki verið góð hjá ís­lenska liðinu í seinni hálfleik. Björg­vin staldraði stutt við í mark­inu. Hann náði ekki að verja skot og Aron er kom­inn aft­ur í markið.

45. Sví­ar eru tveim­ur mörk­um yfir, 24:22. Björg­vin Gúst­avs­son var að koma í markið og fær að sýna sig og sanna síðustu 20 mín­út­ur leiks­ins. Aron Rafn stóð sig afar vel og ætti að vera ör­ugg­ur í HM-hóp­inn. Aron Kristjáns­son tek­ur leik­hlé.

40. Íslend­ing­ar eru yfir, 19:18. Aron Pálm­ars­son er marka­hæst­ur í ís­lenska liðinu með 6 mörk. Aron Rafn held­ur upp­tekn­um hætti í mark­inu. Hann er bú­inn að verja 13 skot.

35. Staðan er, 17:16, þar sem Íslend­ing­ar hafa verið manni færri fyrstu mín­út­ur hálfleiks­ins. Palicka markvörður Svía er hrokk­inn í gang.

31. Síðari hálfleik­ur er haf­inn. Íslend­ing­ar hefja leik­inn manni færri.

30. Staðan í hálfleik er, 15:14, Íslend­ing­um í vil. Loka­mín­út­urn­ar í fyrri hálfleik voru slæm­ar hjá ís­lenska liðinu en Sví­ar skoruðu 5 síðustu mörk hálfleiks­ins.
Mörk Íslands: Aron Pálm­ars­son 4, Guðjón Val­ur Sig­urðsson 3/​1, Ásgeir Örn Hall­gríms­son 2, Snorri Steinn Guðjóns­son 2, Þórir Ólafs­son 2, Vign­ir Svavars­son 1, Ró­bert Gunn­ars­son 1. Var­in skot: Aron Rafn Eðvarðsson 10.

26. Það stefn­ir í ís­lensk­an sig­ur í Hels­in­borg en staðan er, 15:9. Aron Rafn held­ur áfram að verja en hann hef­ur nú varið 10 skot og þar af nokk­ur dauðafæri. Hann er góðri leið með að tryggja sér sæti í HM-hópn­um.

22. Ísland er með góða stöðu en staðan er, 13:9, eft­ir að Íslend­ing­ar höfðu kom­ist í 13:6. Aron Rafn hef­ur varið mark Íslend­inga af stakri snilld en hann hef­ur varið 8 skot. Vörn­in hef­ur verið mjög öfl­ug fyr­ir fram­an hann.

16. Sví­ar taka leik­hlé í stöðunni, 10:6. Aron Pálm­ars­son hef­ur verið mjög ógn­andi í sókn­ar­leik ís­lenska liðsins en hann er marka­hæst­ur með 4 mörk og þeir Snorri Steinn og Ásgeir Örn hafa skorað 2 mörk hvor.

15. Íslend­ing­ar hafa náð und­ir­tök­un­um en þeir skoruðu fimm mörk í röð. Staðan eft­ir stund­ar­fjórðung er, 8:6, Íslandi í vil. Aron Rafn markvörður er bú­inn að verja 4 skot í ís­lenska mark­inu.

10. Staðan er 5:5 eft­ir að Sví­ar höfðu kom­ist í 5:3. Aron Pálm­ars­son og Ásgeir Örn Hall­gríms­son hafa skorað 2 mörk hvor. Það hafa verið tölu­vert um mis­tök á báða bóga þess­ar fyrstu mín­út­ur.

5. Ísland er 3:2 yfir. Aron Pálm­ars­son er bú­inn að skora tvö af mörk­um Íslands.

1. Leik­ur­inn er haf­inn. Aron Rafn Eðvarðsson byrj­ar í marki Íslands í kvöld. Byrj­un­arliðið í sókn­inni er þannig: Guðjón Val­ur, Aron, Snorri, Ásgeir, Þórir, Ró­bert.

0. Þetta er síðasti und­ir­bún­ing­ur ís­lenska landsliðsins fyr­ir heims­meist­ara­mótið á Spáni sem hefst um næstu helgi. Ísland mæt­ir Rúss­um í fyrsta leik á HM á laug­ar­dag­inn. Sví­ar náðu ekki að vinna sér keppn­is­rétt­inn á HM.

0. Eft­ir leik­inn mun Aron Kristjáns­son landsliðsþjálf­ari gera upp hug sinn um það hver af markvörðunum þrem­ur sem eru í hópn­um í kvöld fer ekki til Spán­ar en Björg­vin Páll Gúst­avs­son, Hreiðar Levý Guðmunds­son og Aron Rafn Eðvarðsson slást um stöðurn­ar tvær sem eru í boði.

0. Ísland og Svíþjóð átt­ust síðast við á Ólymp­íu­leik­un­um í London síðastliðið sum­ar þar sem Íslend­ing­ar höfðu bet­ur, 33:32. Aron Pálm­ars­son skoraði 9 mörk í þeim leik og Guðjón Val­ur Sig­urðsson skoraði 7 mörk.

Aron Kristjánsson fylgist með sínum mönnum í kvöld.
Aron Kristjáns­son fylg­ist með sín­um mönn­um í kvöld. Ljós­mynd/​Guðmund­ur Svans­son
Frá viðureign Íslendinga og Svía á Ólympíuleikunum í London síðastliðið …
Frá viður­eign Íslend­inga og Svía á Ólymp­íu­leik­un­um í London síðastliðið sum­ar. Guðjón Val­ur í bar­áttu við leik­mann Svía. mbl.is/​Golli.
Sverre Jakobsson í baráttu við sænskan leikmann í viðureign Íslendinga …
Sver­re Jak­obs­son í bar­áttu við sænsk­an leik­mann í viður­eign Íslend­inga og Svía á Ólymp­íu­leik­un­um. Golli / Kjart­an Þor­björns­son
Snorri Steinn Guðjónsson sækir að sænsku vörninni.
Snorri Steinn Guðjóns­son sæk­ir að sænsku vörn­inni. Ljós­mynd/​Guðmund­ur Svans­son
Aron Pálmarsson í skotstöðu í leiknum gegn Svíum á Ólympíuleikunum …
Aron Pálm­ars­son í skot­stöðu í leikn­um gegn Sví­um á Ólymp­íu­leik­un­um í fyrra. mbl.is/​Golli
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Staða og úrslit

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Staða og úrslit

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert